2. fundur

19.09.2023 12:00

2. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn á Courtyard by Marriot hóteli, Aðalgötu 60 þann 19. september 2023 kl. 12:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Hólmfríður Árnadóttir, Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Viggó Magnússon frá Arkís arkitektum, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sigurður Garðarsson boðaði forföll og sat Harpa Björg Sævarsdóttir fundinn í hans stað.

1. Yfirferð verkefna - breytingar á hönnun Myllubakkaskóla (2021050174)

Viggó Magnússon frá Arkís arkitektum og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynntu frumdrög að breytingum á hönnun Myllubakkaskóla. Niðurstaðan er að mikil hagræðing er samfara þessum breytingum m.a. lækkun kostnaðar, hagræðing í sjálfbærni sem og möguleiki á að opna inn í kennslustofur á meðan framkvæmdir við viðbyggingu standa yfir. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda um 150.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir framkomnar teikningar.

Fylgigögn:

Myllubakkaskóli - frumdrög september 2023

2. Yfirferð verkefna - breyting á hönnun Holtaskóla (2022120120)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Viggó Magnússon frá Arkís arkitektum fóru yfir breytingu á hönnun Holtaskóla. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda um 70.

Stjórn Eignasjóðs samþykkir framlagðar teikningar af Holtaskóla.

Fylgigögn:

Holtaskóli - september 2023

3. Yfirferð verkefna - hönnun á nýframkvæmdum og uppfærslu Heiðarsels (2023090465)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Viggó Magnússon frá Arkís arkitektum kynntu fyrirhugaðar umbætur og viðbyggingar á leikskólanum Heiðarseli. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda um 25.

Stjórn Eignarsjóðs samþykkir framkomnar tillögur.

Fylgigögn:

Heiðarsel - framtíðarsýn, tillaga að stækkun - frumdrög

4. Fjármál - fjárflæði verkefna (2023090466)

Friðjón Einarsson, formaður stjórnar Eignasjóðs, fór yfir upplýsingar varðandi fjárhag sveitarfélagsins.

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu fór yfir kostnaðarmat vegna endurbóta á húsnæði Myllubakkaskóla, Holtaskóla, Njarðvíkurskóla, Heiðarsels og Garðasels.

Fylgigögn:

Greining sveitarfélaga á íbúa

5. Eignaumsýsla - starfslýsing húsumsjónarmanna (2023090467)

Ný starfslýsing fyrir umsjónarmenn fasteigna hjá Reykjanesbæ lögð fram.

Stjórn eignasjóðs samþykkir starfslýsinguna.

6. Eignaumsjón - nýtt verklag (2023090468)

Drög að nýju verklagi eignaumsýslu lögð fram.

Stjórn eignasjóðs samþykkir nýtt verklag eignaumsýslu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.