4. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. nóvember 2023 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurður Garðarsson boðuðu forföll.
1. Markmiðasetning stjórnar (2023090468)
Stjórn Eignasjóðs ræddi markmiðasetningu stjórnarinnar sem tekur mið af þeim markmiðum og verkefnum sem stjórninni er falið að vinna að samkvæmt erindisbréfi. Lögð er áhersla á að á sama tíma og stjórnin er upplýst um framvindu þeirra verkefna sem undir hana falla er mikilvægt að horfa til framtíðar og greina fjárfestinga- og viðhaldsþörf og setja upp tillögu að viðhalds- og fjárfestingaáætlun.
2. Fundaskipulag (2023080175)
Stjórn Eignasjóðs ræddi skipulag funda stjórnarinnar. Ákveðið var að dagskrá funda væri skipt upp í fjóra fundarliði héðan í frá; framtíðarsýn – framtíðarverkefni, viðhaldsverkefni, nýframkvæmdir og önnur mál.
3. 88 húsið - áætlaðar framkvæmdir (2023110249)
Hreinn Ágústsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir áætlaðar framkvæmdir í 88 húsinu. Bæta þarf aðgengi og felur það m.a. í sér að setja lyftu í húsið auk þess sem þarf að fara í framkvæmdir til að tryggja góða innivist og bæta aðstöðu.
Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
4. Nesvellir - ný eldhúsaðstaða (2023070388)
Hreinn Ágústsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti hugmyndir um uppbyggingu á nýrri eldhúsaðstöðu í kjallara Nesvalla.
Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
Fylgigögn:
Eldhús Nesvalla - tillaga
Eldhús Nesvalla, skipting svæða - tillaga
5. Selið - áætlaðar framkvæmdir (2023100303)
Hreinn Ágústsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir viðhaldsframkvæmdir sem framundan eru í Selinu við Vallarbraut. Aðallega er um að ræða framkvæmdir til að tryggja góða innivist.
Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
6. Leikskólinn Völlur - staða og tillögur (2023110251)
Hreinn Ágústsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu mála og niðurstöður loftgæðarannsókna í húsnæði leikskólans Vallar og lagði fram tillögur að viðhaldi. Um er að ræða gamalt húsnæði frá varnarliðinu sem þarf töluvert viðhald.
Stjórn Eignasjóðs felur deildarstjóra eignaumsýslu að vinna málið áfram.
7. Skólavegur 1 (2023030581)
G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir tillögur að breytingum og kostnaðaráætlun fyrir Skólaveg 1.
Stjórn Eignasjóðs felur verkefnastjóra og deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
8. Njarðvíkurskóli (2023090407)
G. Hans Þórðarson verkefnastjóri kynnti skýrslu Verkfræðistofu Suðurnesja varðandi ástandsskoðun í Njarðvíkurskóla.
Stjórn Eignasjóðs felur verkefnastjóra og deildarstjóra eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55.