5. fundur

21.12.2023 14:00

5. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. desember 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Hólmfríður Árnadóttir, Sigurður Garðarsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, G. Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Grétar I. Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðuðu forföll.

1. Verktakasamningar (2023120256)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti nýtt sniðmát fyrir verktakasamninga eignaumsýslu Reykjanesbæjar.

2. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir fjárhagsáætlun eignaumsýslu fyrir árið 2024.

3. Mælaborð (2023030009)

Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti mælaborð sviðsins.

Stjórn Eignasjóðs óskar framvegis eftir sambærilegu mælaborði fyrir eignaumsýslu.

4. 88 húsið - yfirferð viðhalds- og uppfærsluverkefna (2023110249)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir stöðu viðhaldsframkvæmda í 88 húsinu, Hafnargötu 88.

5. Selið - yfirferð viðhalds- og uppfærsluverkefna (2023100303)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, fór yfir stöðu viðhaldsframkvæmda í Selinu, Vallarbraut 4. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun næsta árs.

6. Hafnargata 2a - nýting húsnæðis (2023120257)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu gerði grein fyrir málinu.

Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni á næsta ári. Stjórn Eignasjóðs óskar eftir hugmyndum frá umhverfis- og skipulagsráði um framtíðarskipulag svæðisins.

Fylgigögn:

Samantekt um notkun á aðstöðu Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ á Hafnargötu 2a

Kröfur um úrbætur á eldvörnum

Skýrsla frá Brunavörnum Suðurnesja

7. Myllubakkaskóli - yfirferð verkstöðu framkvæmda (2021050174)

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum í Myllubakkaskóla.

Stjórn Eignasjóðs óskar eftir greinargerð frá sviðsstjóra menntasviðs á því hver nýting færanlegra kennslustofa verður í febrúar þegar D-álma verður tekin í notkun.

Fylgigögn:

Myllubakkaskóli - endurbætur

8. Holtaskóli - yfirferð verkstöðu framkvæmda (2022120120)

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum í Holtaskóla.

Rætt var um að sýna ráðdeild þegar ákvarðanir um viðhald eða endurnýjun eru teknar.

Holtaskóli - endurbætur

9. Leikskólar Reykjanesbæjar – móttöku- eða framleiðslueldhús (2023120259)

Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og G. Hans Þórðarson verkefnastjóri gerðu grein fyrir málinu.

Stjórn Eignasjóðs leggur til að öll eldhús í leikskólum Reykjanesbæjar skuli vera hönnuð sem móttökueldhús.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:54.