295. fundur

16.06.2022 08:15

295. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. júní 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.
Helga María Finnbjörnsdóttir boðar forföll, varamaður Halldór Rósmundur Guðjónsson sat fundinn. Eysteinn Eyjólfsson boðar forföll, varamaður Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Skipting embætta í umhverfis- og skipulagsráði (2022060216)

Umhverfis- og skipulagsráð tilnefnir Róbert Jóhann Guðmundsson sem formann ráðsins.
Eysteinn Eyjólfsson var kjörinn varaformaður ráðsins.
Helga María Finnbjörnsdóttir var kjörin ritari ráðsins.

2. Erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs (2022060217)

Erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs lagt fram.

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða siðareglur kjörinna fulltrúa á vef Reykjanesbæjar

4. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 329 (2022010016)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 329, dags. 9. júní 2022 í 16 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 329. fundar afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa 9. júní 2022

5. Mælaborð umhverfissviðs (2022030842)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir mælaborð sviðsins.

Lagt fram.

6. Seljavogur 10 – viðbygging (2022050537)

Einangrun Höfnum ehf. óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við suður- og norðurhlið núverandi húss við Seljavog 10 í Höfnum sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. dags. 19. maí 2022.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Seljavogur 10 - umsókn um byggingarleyfi

7. Iðavellir 10B – viðbygging (2022050731)

Veghús tréverk ehf. óskar eftir leyfi til að stækka hús sitt og byggja að lóðarmörkum sbr. uppdrátt Tækniþjónustu SÁ ehf. dags 28. maí 2022.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2 þegar gögn hafa verið uppfærð skv. fyrirmælum skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Iðavellir 10B - fyrirspurn

8. Iðavellir 2 – stækkun (2020020426)

Einn og einn ehf. óskar eftir aukinni nýtingu á lóð. Fyrirhugað er að reisa iðnaðarhús/geymslur á tveimur hæðum samtals 2116m2 (grunnflötur 1058m2), skipt upp í 5 sjálfstæð bil á efri hæð og sama fyrirkomulag yrði á neðri hæð. Keyrt yrði að ofanverðu (götumegin) að efri hæð og baka til að neðri hæð. Gert er ráð fyrir 25 bílastæðum neðan við hús og 10 fyrir framan. Lóð er 3300 m2 að stærð, þ.a. núverandi nýting færi úr 0,065 í 0,64. Byggt yrði við og hæð ofan á kjallara sem er til staðar sbr. uppdrætti Teiknistofu AVJ dags. 15. febrúar 2022.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Iðavellir 2 - fyrirspurn

9. Skipulagslýsing efnislosunarsvæðis (2022060306)

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag efnislosunarsvæðis (E5) og umsagnir. Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5). Til að byrja með er gert ráð fyrir losun óvirks úrgangs í jarðvegstipp en að mögulegt verði að skoða losun annars konar efnis síðar.

Þrjár umsagnir um skipulagslýsinguna bárust. Engar athugasemdir voru gerðar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að unnið sé deiliskipulag í samræmi við skipulagslýsingu fyrir efnislosunarsvæði á Njarðvíkurheiði (E5).

Fylgigögn:

Skipulagslýsing efnislosunarsvæðis og umsagnir

10. Hafnargata 51-55 (2022060350)

BLUE Eignir ehf. óskar heimildar til að bæta einni hæð ofan á Hafnargötu 55, landnúmer 127136. Húsið er í dag á tveimur hæðum með léttu þaki, með breytingu verður heimilt að byggja þriðju hæðina allt að 3.3m, frá núverandi þakkanti, lyftuhús og mænir mega fara upp fyrir hámarkshæð allt að 0,6m, sjá sneiðmynd 1. Útveggir mega fara 0,3m út fyrir núverandi vegglínu. Þakform viðbyggingar verður flatt þak með lágmarkshalla. Lögð er áhersla á að opnun í austur sé í lágmarki og látlaus. Stærð hússins í dag er 984,4m2 og verður 1544,4m2 með 560m2 stækkun. Stærð lóðar er 1604m2 og verður með nýtingarhlutfallið 0,96N. Starfsemi hússins verður þjónustu- og skrifstofuhúsnæði. Áætlað er að setja opinn flóttastiga á austurhlið með öryggislokun á fyrstu hæð. Aðkoma viðbyggingar verður um núverandi stigahús/lyftuhús. Bílastæði á lóð eru 19, utan lóðar 16, heild 35 bílastæði sbr. uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 6. júní 2022.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Hafnargata 51-55 - uppdráttur og greinargerð

11. Erindi íbúa við Holtsgötu (2022060315)

Íbúar við Holtsgötu leggja fram ósk um að gangstétt við Holtsgötu frá Borgarvegi að Hlíðarvegi verði endurnýjuð með undirrituðu erindi þeirra dags. 24. maí 2022.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir ábendingar íbúa. Holtsgata er á löngum lista af sambærilegum verkefnum. Ráðið óskar eftir lista yfir sambærileg verkefni.

Fylgigögn:

Ósk um endurnýjun gangstéttar - erindi frá íbúum

12. Urðarás 11 - breyting á deiliskipulagi (2022060316)

Friðrik P. Ragnarsson leggur fram erindi með ósk um breytingu á skipulagsskilmálum lóðarinnar Urðarás 11. Að heimilt verði að byggja einnar hæðar hús á lóðinni.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Urðarás 11 - beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags

13. Völuás 12 – grenndarkynning (2022040001)

Jón H. Kristmundsson óskar stækkunar á byggingarreit og heimildar til að fara út fyrir bundna byggingalínu við götu samkvæmt ódagsettum uppdráttum Glóru ehf. Grenndarkynningu er lokið. Ein athugasemd barst.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir athugasemdir, að gætt sé að götumynd. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Völuás 12 - teikningar

14. Ásabraut 15 (2022050418)

Halldóra Halldórsdóttir og Þórður Arnfinnsson óska heimildar til að reisa bílskúr á lóðinni Ásabraut 15. Meðeigendasamþykki liggur fyrir. Erindið var samþykkt að lokinni grenndarkynningu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags 21. febrúar 2020. skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2 og endurnýjað meðeigendasamþykki. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Ásabraut 15 - teikningar

15. Bergás 3 - sólstofa (2022050669)

Hjörtur M. Guðbjartsson víkur af fundi.

Ásgeir S. Guðbjartsson sækir um heimild til að reisa sólhús við hús sitt að Bergási 3 sbr. uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. dags. 30. ágúst 2021.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Bergás 3 - aðaluppdrættir

16. Melavegur 2 - stækkun á lóð (2022060003)

Viðar Andrésson sækir um stækkun á lóð um einn metra að Hjallavegi sbr. meðfylgjandi ljósmyndum.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Breytingin fellur að götumynd. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Melavegur 2 - stækkun á lóð

17. Urta Islandica - Básvegur 10 (2022050538)

Urta Islandica ehf. sækir hér með um að reisa bráðabirgða þróunaraðstöðu. Um er að ræða 3 samfasta gáma/gámahýsi þar sem til stendur að þróa vinnsluaðferð fyrir nýja framleiðslu. sbr. uppdrátt AOK Arkitekta dags. 15. maí 2022. Áætlað er að gámahýsin standi í 3-5 ár.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Básvegur 10 - aðaluppdráttur

18. Samkomulag HS Orku og ÞMR um vatn að Vitavarðarhúsi (2022060317)

HS Orka hf. og HS Veitur hf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á vatnslögn frá plani vestan við Bæjarfell á Reykjanesi og að núverandi vatnslögn við gatnamótin að Stolt Seafood með erindi dags. 13. júní 2022.

Skipulagsfulltrúa falið að gera drög að framkvæmdaleyfi og afla viðeigandi umsagna.

19. Endurskoðun aðalskipulags 2020-2035 (2019060056)

Endurskoðun aðalskipulags 2020-2035 var auglýst með athugasemdafresti til 6. maí. Nokkrir aðilar óskuðu eftir framlengdum fresti og var hann veittur. Farið hefur verið yfir innsendar athugasemdir og lögð eru fram drög að viðbrögðum.

Lagt fram.

20. Umhverfis og lóðamál (2022060319)

Guðbergur I. Reynisson óskaði eftir umræðu um umhirðu bæjarins, slátt ofl. Einnig auðar lóðir og stöðu þeirra.

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir því að gerð verði gangskör að umhirðu bæjarins og slætti.

21. Melás 1 - umsókn um lóð (2022050657)

Guðni S. Sigurðsson sækir um lóðina Melás 1.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Melás 1 - umsókn um lóð

22. Bergás 14 - umsókn um lóð (2022050758)

Hörður R. Þórðarson sækir um lóðina Bergás 14.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli gildra umsókna. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Bergás 14 - umsókn um lóð

23. Bergás 14 - umsókn um lóð (2022060098)

Einar S. Jónsson sækir um lóðina Bergás 14.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli gildra umsókna. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verðurfrá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Bergás 14 - umsókn um lóð

24. Bergás 14 - umsókn um lóð (2022060097)

Ólafur T. Eggertsson sækir um lóðina Bergás 14.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli gildra umsókna. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Bergás 14 - umsókn um lóð

25. Selás 3 – umsókn um lóð (2022060231)

Jónas E. Nordquist sækir um lóðina Selás 3.

Lóðarúthlutun frestað til næsta fundar.

Fylgigögn:

Selás 3 - umsókn um lóð


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2022.