298. fundur

02.09.2022 08:15

298. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 2. september 2022

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Jón Már Sverrisson.

Eysteinn Eyjólfsson boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fundinn. Gunnar Felix Rúnarsson boðaði forföll og Jón Már Sverrisson sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Flugvellir 15 - umsókn um lóð, fjallað um málið í fundarlið nr. 20.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 333 (2022010016)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 333, dags. 25. ágúst 2022 í 13 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

2. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (2021090354)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn. Í samræmi við ákvæði 6. greinar laga nr. 55/2003 og samkomulag frá 15. maí 2009 hefur samstarfsvettvangur Sorpu bs., Sorpurðunar Vesturlands hf., Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. unnið tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022-2033.

Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021. Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.

Samþykkt.

Fylgigögn:

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

3. Byko - Fitjabraut 5-7 (2019100156)

Smáragarður ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 18. júlí 2022. Heimild verði fyrir tveggja hæða húsi á sameinuðum lóðum nr. 5 og 7 við Fitjabraut. Lóðin verður 23.800 m2 með nýtingarhlutfall 0,29-0,38.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2 og með þeim fyrirvara að áður en byggingaráform eru afgreidd verði lóðaruppdráttur borinn undir umhverfis- og skipulagsráð til samþykktar.

Fylgigögn:

Deiliskipulag Fitjabraut 5-7

4. Smiðjuvellir – inntakshús (2022060297)

Þórukot ehf. óskar heimildar til að koma fyrir 8 m2 inntakshúsi á lóð skv. erindi Glóru ehf. dags. 24. ágúst 2022.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Smiðjuvellir - inntakshús

5. Tjarnabraut 38 - stækkun (2022040716)

Guðný Ragnarsdóttir óskar heimildar til að fara um meter fram yfir byggingarreit til suðurs. Byggingarmagn eykst lítilháttar eða um 3,5 m2 skv. uppdráttum Urbanhus dags. 13. júní 2022.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Tjarnabraut 38

6. Hrannargata 6 - fyrirspurn um stækkun (2019070008)

Kiwi Stapinn ehf. leggur fram erindi ásamt uppdráttum AOK arkitekta dags. 27. júlí 2022 um stækkun húsnæðis við Hrannargötu 6. Fyrirhuguð breyting nær til lóðarinnar Hrannargötu 6 og næsta nágrennis hennar. Breytingin felur í sér að sá hluti hússins sem hýsir veisluþjónustu Soho hækkar um tvær hæðir.

Heildarstærð Hrannargötu 6 er í dag 1807 m2, en verður eftir breytingu 2550 m2.

Lóðarstærð er 1639 m2, nýtingarhlutfall er 1.1 en verður 1.55 eftir stækkun.

Gert er ráð fyrir að skipulagsreitur fyrir svæðið nái út fyrir vita (í austri) og út fyrir grjóthleðslu við strandstíg (í vestri) til að unnt sé að skipuleggja bílastæði sem hægt væri að samnýta með annarri starfsemi í húsinu og jafnvel með fyrirtækjum í nærliggjandi byggingum. Skipulagsmörk í norðri yrðu strandlínan, svæði sem yrði óbreytt og áfram skilgreint sem útivistarsvæði. Áætlað er að hægt sé að koma fyrir 70 bílastæðum auk sleppistæða fyrir rútur á þessum reit.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Hrannargata 6

7. Túngata 5 - fyrirspurn um stækkun (2022060247)

Stáss arkitektar leggja fram fyrirspurn fyrir hönd húseigenda, Herborgar Arnarsdóttur og Margeirs Vilhjálmssonar, um aukið byggingarmagn og rif á húsi. Spurt er hvort leyfilegt sé að stækka byggingarreitinn á lóðinni Túngötu 5 og auka byggingarmagn. Fyrirhugað er að reisa 2-3 hæða byggingar sem vísa að Túngötu.

Hins vegar er óskað eftir því að rífa núverandi hús en byggja þess í stað hús með svipuðum hlutföllum og núverandi hús. Við hönnun hússins er sérstaklega tekið tillit til þess að götumynd Klapparstígs haldi sér að mestu leyti óbreytt og að húsið falli vel að umhverfinu.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Túngata 5

8. Njarðvíkurbraut 26 - stækkun innkeyrslu (2022080651)

Daníel Á. Ólafsson óskar heimildar til að stækka bílastæði og innkeyrslu að lóðinni Njarðvíkurbraut 26 skv. erindi dags. 29. ágúst 2022.

Samþykkt skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3 og að framkvæmdin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Njarðvíkurbraut 26 

9. Nýting vindorku (2022080510)

Erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti dags. 23. ágúst 2023. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Jafnframt kemur fram að áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Tekið er fram að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru og taka verði afstöðu til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu.

Óskað er umsagnar vegna vinnu starfshóps fyrir 30. september n.k.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Nýting vindorku

10. Hopp Reykjanesbær (2021010228)

Notkunartölur Hopp fyrir 2021-2022 lagðar fram.

11. Umferðar- og samgönguáætlun (2019120216)

Farið yfir samgöngu- og umferðaröryggisáætlun 2020 og drög að umferðarlíkani Reykjanesbæjar 2020-2035.

12. Brekadalur 44 - umsókn um lóð (2022080463)

Þorsteinn Stefánsson sækir um lóðina Brekadalur 44.

Lóðarúthlutun samþykkt.

13. Brekadalur 44 - umsókn um lóð (2022080527)

K45 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 44.

Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða. Lóðarumsókn hafnað.

14. Brekadalur 44 - umsókn um lóð (2022080438)

Sandeignir ehf. sækja um lóðina Brekadalur 44.

Ófullnægjandi gögn, lóðarumsókn hafnað.

15. Brekadalur 48 - umsókn um lóð (2022080439)

Sandeignir ehf. sækja um lóðina Brekadalur 48.

Ófullnægjandi gögn, lóðarumsókn hafnað.

16. Brekadalur 48 - umsókn um lóð (2022080526)

K45 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 48.

Lóðarúthlutun samþykkt.

17. Flugvellir 15 - umsókn um lóð (2022080430)

Lotus Car Rental ehf. sækir um lóðina Flugvellir 15.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið.

18. Flugvellir 15 - umsókn um lóð (2022080054)

Rót ehf. sækir um lóðina Flugvellir 15.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið.

19. Flugvellir 15 - umsókn um lóð (2022070333)

Sumardalur ehf. sækir um lóðina Flugvellir 15.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið.

20. Flugvellir 15 - umsókn um lóð (2022070359)

Humarsalan ehf. sækir um lóðina Flugvellir 15.

Ófullnægjandi gögn, lóðarumsókn hafnað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2022.