306. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 13. janúar 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Verklag snjómoksturs í Reykjanesbæ (2023010186)
Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfissviðs og Bjarni Þór Karlsson forstöðumaður Umhverfismiðstöðvarinnar mættu á fundinn.
Á bæjarstjórnarfundi 3. janúar sl. var erindi vísaði til umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem óskað var eftir upplýsingum um snjómokstur í Reykjanesbæ, hvers konar samningar eru í gangi við verktaka á svæðinu og hvernig þessi vetur hefur gengið.
Ljóst er að óvanalegar aðstæður hafa verið undanfarnar vikur hvað varðar snjófall á svæðinu og mikið starf hefur farið í hreinsun gatna og göngustíga. Umhverfis- og skipulagsráð felur umhverfis- og framkvæmdasviði að endurskoða snjómokstursáætlun sem áætlar viðbragð þegar svona aðstæður koma upp þar sem tilgreind er forgangsröðun verkefna. Þar að auki skal leita leiða til að auka upplýsingagjöf til íbúa varðandi gatnahreinsun.
Fylgigögn:
Vetrarþjónusta Reykjanesbæjar 2023
2. Aðgengismál - Reykjaneshöll (2022120237)
Íþrótta- og tómstundaráð vísaði erindi á 166. fundi þeirra frá Knattspyrnu- og fimleikadeild Keflavíkur um bætt fyrirkomulag umferðar um lóð Nettóhallar og Fimleikaakademíunnar.
Starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að koma með tillögu að lausn í samráði við Knattspyrnu- og fimleikadeild Keflavíkur og leggja fyrir ráðið.
Guðbergur Ingólfur Reynisson lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Fagna því að aðgengismál séu tekin föstum tökum og finna þarf bráðabirgðalausnir þangað til og líta til annarra staða t.d. Danskompaní og Heiðarskóla.‘‘
Fylgigögn:
Erindi frá Knattspyrnu- og fimleikadeild Keflavíkur
3. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)
Drög að markaðsstefnu lögð fram til umsagnar. Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögnum frá öðrum ráðum og nefndum bæjarins. Umsagnir eiga að berast fyrir lok janúar mánaðar 2023.
Lagt fram. Erindi frestað.
4. Metan- og vetnis framleiðsla á Reykjanesi (2022120312)
Umsögn um erindi Swiss Green Gas International til Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar um metan- og vetnis framleiðslu á Reykjanesi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, skilgreina valkosti, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Þó er bent á að aðalskipulag hefur verið endurskoðað og Skipulagsstofnun er með aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 til afgreiðslu. Einnig hefur nýtt deiliskipulag verið auglýst sem fær lokaafgreiðslu þegar endurskoðað aðalskipulag hefur öðlast gildi.
Fylgigögn:
Metan- og vetnis framleiðsla á Reykjanesi
5. Rannsóknarborholur við Reykjanesvirkjun - beiðni um umsögn (2022120391)
Umsögn um erindi HS Orku hf. matskyldufyrirspurn vegna rannsóknarborhola við Reykjanesvirkjun.
Umhverfis- og framkvæmdasvið telur að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Ekki er tekin afstaða til þess hvort framkvæmdin fari í umhverfismat. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sem er á starfssviði umsagnaraðila.
Fylgigögn:
Rannsóknarborholur við Reykjanesvirkjun
6. Bílastæðasjóður - stofnun starfshóps (2022100414)
Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að stofnun bílastæðasjóðs á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 21. október 2022. Samþykkt hefur verið að stofnaður verði starfshópur sem kannar fýsileika og ákveði verkefni sjóðsins. Skipa þarf starfshópinn.
Umhverfis- og skipulagsráð skipar Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðberg Ingólf Reynisson og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúa í starfshópinn.
7. Hafnarbraut 4 - lóðarstækkun (2023010246)
Höskuldarkot ehf. með erindi dags. 17. nóvember 2021 óskar eftir stækkun lóðarinnar Hafnabraut 4. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti fyrir sitt leiti lóðarstækkunina á 269. fundi þann 15. desember 2022.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Hafnarbraut 4 - lóðarstækkun
8. Brekadalur 52 - aukið byggingarmagn (2022100216)
Ármann A. Sigurðsson óskar eftir að auka byggingarmagn á lóð um 40m2 en aukningin yrði innan byggingarreits í samræmi við uppdrætti Balsa ehf. dags. 8. desember 2022.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Brekadalur 52
9. Brekadalur 48 - breyting á bílgeymslu (2022080526)
K45 ehf. leggur fram erindi dags. 22. desember 2022 um ýmsar skipulagsbreytingar á lóðinni. Heimild til að fella út innbyggða bílgeymslu og nýta rýmið sem íbúðarrými en reisa bílskýli á lóð. Óskað er heimildar til hafa húsið á pöllum og heimild til að draga jarðhæð um allt að 1,5m inn fyrir bundna byggingarlínu.
Erindi frestað.
10. Deiliskipulag efnislosunarsvæði - Njarðvíkurheiði (2022060306)
Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5). Til að byrja með er gert ráð fyrir losun óvirks úrgangs í jarðvegstipp en að mögulegt verði að skoða losun annars konar efnis síðar. VSÓ ráðgjöf ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi dags. 5. desember 2022.
Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Fylgigögn:
Deiliskipulag efnislosunarsvæði
11. Vallargata 7-11 – skipulagslýsing (2023010248)
JeES arkitektar ehf. leggja fram skipulagslýsingu dags. 3. janúar 2023 reit Vallargötu 7-11 sem afmarkast af Vallargötu, Aðalgötu og Klapparstíg. Deiliskipulag Reykjanesbæjar, svæði –A (gamli bærinn) dags. 1. febrúar 2000 er í gildi fyrir svæðið.
Erindi frestað.
12. Hafnargata 23 - ósk um endurupptöku máls (2022110326)
Erindi Eignakaupa ehf. um heimild til að minnka verslunarrýmið á jarðhæð við Hafnargötu 23 og breyta því í íbúð var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 304 vegna þess að breyting er ekki talin styðja við þróun Hafnargötu. Með erindi dags. 19. desember 2020 er óskað endurupptöku máls og fyrra erindi ítrekað.
Erindi frestað.
13. Hafnargata 39 - gistiheimili (2019051723)
JeES arkitektar ehf. leggja fram fyrirspurn f.h. eigenda dags. 7. desember 2022. Á jarðhæð Hafnargötu 39 er í dag leiguíbúð og veitingastaður en óskað er heimildar til að breyta veitingastað í gistiheimili með fjórum herbergjum, forgarð að Hafnargötu.
Erindi frestað.
14. Njarðarbraut, Grænásvegur og Sjávargata - samgöngugreining (2022110639)
Erindi frestað.
15. Djúpgámar – leiðbeiningar (2023010249)
Erindi frestað.
16. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 341 (2022010016)
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 341 í 9 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2022.