310. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 3. mars 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson varaformaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Róbert Jóhann Guðmundsson boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fundinn.
1. Flugvallarbraut 710 - kynning (2023030010)
Guðný Eggertsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson frá T.ark Arkitektum ehf., Magnús Ármann og Þorlákur Ómar Einarsson mættu á fundinn og kynntu tillögu að uppbyggingu svæðis umhverfis gamla hersjúkrahúsið.
Samþykkt heimild til þess að vinna að tillögu að deiliskipulagi í samráði við skipulagsfulltrúa.
2. Svæðisskipulag - kynning (2023030011)
Eysteinn Eyjólfsson formaður Svæðisskipulagsnefndar fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar.
3. Krossmói þróunarsvæði - kynning (2023030012)
Skipulagsfulltrúi kynnti þróunarforsendur svæðis við Krossmóa.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlagða þróunarforsendu svæðisins.
4. Breyting aðalskipulags - stækkun iðnaðarsvæðis I5 (2019060056)
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 vegna stækkunar iðnaðarsvæðis I5 vegna fiskeldis sbr. uppdrátt og greinargerð VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 13. desember 2022.
Viðbrögð við umsögnum, sett fram í töflu 01 í samantekt umsagna, eru samþykkt. Samþykkt að senda á skipulagsstofnun með ósk um heimild til að auglýsa breytinguna á aðalskipulagi.
Fylgigögn:
Aðalskipulagsbreyting
Breyting - aðalskipulag Reykjanesbæjar
Samantekt umsagna
5. Brekadalur 40 - breyting á deiliskipulagi (2022040814)
Ingólfur Þór Ævarsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Í stað tveggja hæðar húss eins og gert er ráð fyrir á deiliskipulagi að þá verði heimild fyrir húsi á einni hæð með breikkun á byggingareit úr 8m í 11m. Óskað er eftir sambærilegri breytingu fyrir Brekadal 42.
Breytingin samræmist ekki markmiði um yfirbragð götunnar. Erindi hafnað.
Fylgigögn:
Brekadalur 40
6. Brekadalur 42 - breyting á deiliskipulagi (2022040750)
Guðmundur Axel Sverrisson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Í stað tveggja hæðar húss eins og gert er ráð fyrir á deiliskipulagi að þá verði heimild fyrir húsi hús á einni hæð með breikkun á byggingareit úr 8m í 11m. Óskað er eftir sambærilegri breytingu fyrir Brekadal 40.
Breytingin samræmist ekki markmiði um yfirbragð götunnar. Erindi hafnað.
Fylgigögn:
Brekadalur 42
7. Hólagata 20 - breytt lóðamörk (2022100106)
Ada E. Benjamínsdóttir eigandi lóðarinnar Hólagata 20 óskar eftir stækkun á lóð sbr. drög að lóðablaði Beims ehf. dags. október 2022.
Stækka þarf lóð svo mannvirki sem henni tilheyra séu öll innan lóðar, en hafa þarf svigrúm til umbóta við hringtorg. Erindi frestað.
Fylgigögn:
Tillaga að lóðarblaði fyrir Hólagötu 20
8. Þrastartjörn 44 - niðurstaða grenndarkynningar (2022100620)
Helga María Finnbjörnsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Steinþór Gunnarsson Aspelund leggur fram erindi um stækkun bílgeymslu skv. uppdráttum KRark dags. 6. apríl 2022. Samþykkt var að grenndarkynna erindið á 303. fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.
Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Þrastartjörn 44
9. Dísardalur 1-7 - breyting á skipulagi (2023010003)
Grafarholt ehf. óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi, keðjuhúsin myndi ekki öll samfellda keðju sbr. uppdrátt i62 ehf. dags. 8. febrúar 2023.
Erindi hafnað. Mikilvægt er að halda í fjölbreytileika íbúðagerða Dalshverfis 3.
Fylgigögn:
Dísardalur 1-7
10. Eldisgarður Reykjanesi - umhverfismat (2021090022)
Samherji fiskeldi ehf. áformar að byggja eldisstöð í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fiskeldisstöðin samanstendur af seiðastöð, áframeldisstöð, og vinnsluhúsi ásamt stoð- og tæknibyggingum. Umfjöllun um eldisstöðina miðast við laxeldi en þó er gert ráð fyrir möguleikanum að í stöðinni geti einnig verið bleikju- og regnbogasilungseldi.
Umhverfismatsskýrsla eldisgarðs, eldisstöð á Reykjanesi lögð fram til kynningar.
11. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 – skipulagslýsing (2021060053)
Grindavíkurbær óskar umsagnar um breytingu á aðalskipulagi. Með þessari breytingu er gert ráð fyrir að á íbúðarsvæði ÍB3 verði bætt inn heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir.
Sveitarfélagið gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
12. Fuglavík 37 - umsókn um lóð (2023020652)
Herlegheit ehf. sækja um lóðina Fuglavík 37.
Lóðarúthlutun samþykkt.
13. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 344 (2023010043)
Lagt fram til kynningar.
14. Mælaborð (2023030009)
Mælaborð umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2022 lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.