314. fundur

05.05.2023 00:00

314. fundur umhverfis- og skipulagsráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. maí 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingafulltrúa, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Vallargata 7-11 - breyting á deiliskipulagi (2023010248)

JeES arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Deiliskipulag var samþykkt 1. febrúar 2000 f.h. lóðarhafa Rolf Johansen & Co ehf. með uppdrætti dags. 28. apríl 2023.

Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt umhverfi íbúðarhúsa í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna Vallargötu 9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á Vallargötu 9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45-75m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Vallargata 7-11

2. Fitjabraut 5-7 – breyting á deiliskipulagi (2019100156)

Smáragarður ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 24. apríl 2023. Heimild verði að stækka byggingareit lítillega vestan megin.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Fitjabraut 5-7

3. Víðidalur 9 (2023040204)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki II fyrir einbýlishús sbr. aðaluppdráttum RISS teiknistofu dags. 14. apríl 2023. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Yfirbyggð verönd gengur yfir byggingarreit.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Víðidalur 9 

4. Háseyla 33 (2023040414)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir sólstofu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf. dags. 22. apríl 2023. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn: 

Háseyla 33

5. Grænásbraut 501 (2023040413)

GB501 ehf. sækir um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir niðurrifi á fasteign F2311265 mhl. 01. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Grænásbraut 501

6. Samningur um biðskýli strætó og ljósaskilti (2023050081)

Dengsi ehf. (Buzz) leggur fram samning um rekstur auglýsingabiðskýla á biðstöðvum í Reykjanesbæ. Buzz fær einkarétt til reksturs umræddra biðskýla og sölu auglýsinga á biðskýli í Reykjanesbæ. BUZZ fjármagnar rekstur götugagnanna með sölu auglýsinga báðu megin á annan gafl biðskýlanna.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

7. Erindi Körfuknattleiksdeildar UMFN um ljósaskilti (2023050078)

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur í um aldarfjórðung selt auglýsingar á auglýsingaskilti á horni Reykjanesvegs og Hafnarbrautar í Njarðvík. Það skilti sem lengi hefur verið kallað „Ramma-skiltið“ hefur staðið þar líklega síðan 1983. Fer deildin nú fram á að setja upp svokallað “strætóskýli” led ljósaskilti á umræddan auglýsingaflöt íþróttastarfsemi félagsins.

Erindi frestað.

Fylgiskjöl: 

Erindi Körfuknattleiksdeildar UMFN um ljósaskilti

8. Erindi Knattspyrnudeildar Keflavíkur um ljósaskilti (2023040293)

Við Baldursgötu 14, á auglýsingaklukku á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu, við Hringbraut, við Reykjanesbraut ofan flugvalla og við Þjóðbraut. Einnig á vesturhlið Nettóhallar.

Erindi frestað.

Fylgiskjöl:

Erindi Knattspyrnudeildar Keflavíkur um ljósaskilti

9. Hrauntún - ósk um þróunarsamning um óvistað svæði (2023050082)

Brynjar Guðlaugsson óskar eftir því að fá til úthlutunar lóð norðan við Hrauntún 5 og að um hana verði gerður þróunarsamningur.

Nýjar lóðir undir einbýlishús í bænum skulu auglýstar svo gætt sé jafnræðis skv. reglum Reykjanesbæjar um lóðaúthlutanir. Erindi hafnað.

10. Víkurbraut 3 – niðurstaða grenndarkynningar (2023010364)

Umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki I fyrir viðbyggingu sbr. aðaluppdráttum Beimis ehf. dags. 11. janúar 2023. Samþykkt var að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Andmæli bárust.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Víkurbraut 3

11. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 (2023040237)

Lagt er fram til kynningar mannauðsstefna Reykjanesbæjar. Bæjarráð vísaði mannauðsstefnu Reykjanesbæjar til umsagna nefnda og ráða.

Erindi frestað.

12. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 348 (2023010043)

Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingafulltrúa lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 348 í 9 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

13. Umsókn um lóð - niðurstaða hlutkestis (2023040181)

Þar sem fleiri en einn sóttu um lóðina Einidal 1 fór fram hlutkesti.

Niðurstaða hlutkestis er að Jóni Andrési Vilhelmssyni er úthlutuð lóðin að Einidal 1.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2023.