319. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. júlí 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson varaformaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Róbert Jóhann Guðmundsson boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hans stað.
1. Umferðaröryggi íbúa Reykjanesbæjar (2023070035)
Göngustígar, gangbrautir og umferðaröryggi ungra sem aldinna íbúa í Reykjanesbæ.
Margrét Norðfjörð Karlsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kynnti tillögur ungmennaráðs og Guðbergs Reynissonar, D-lista, um betri gönguleiðir.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framkomnum tillögum. Starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að gera kostnaðarmat á þessum þáttum, forgangsraða þeim eftir þörfum og mögulega áfangaskipta þeim. Erindið verði tekið aftur fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í september og farið yfir það. Í framhaldinu verði gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024.
Fylgigögn:
Hugmyndir frá ungmennaráði Reykjanesbæjar um umferðaröryggi
2. Óbyggðar lóðir í Reykjanesbæ (2023070037)
Guðbergur Reynisson, D-lista, lagði fram yfirlit yfir óbyggðar lóðir og lagði til að fundað verði með lóðarhöfum.
Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið.
3. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)
Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjafar dags. 23. janúar 2023. Markmið breytingarinnar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun og skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar. Kynningartíma er lokið, athugasemdir bárust. Tillögur að viðbrögðum við athugasemdum eru settar fram á minnisblaði VSÓ ráðgjafar dags. 30.06.2023.
Tillögur að viðbrögðum við athugasemdum eru samþykktar enda samræmast þau stefnu svæðisskipulags Suðurnesja, aðalskipulags Reykjanesbæjar og umhverfismats vegna fyrirhugaðs fiskeldis sem sveitarfélagið gerði ekki athugasemd við.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi, svæði I5. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
Fylgigögn:
Umsagnir og viðbrögð
Tillaga að breytingu
Breyting á iðnaðarsvæði I5
Umsögn Landsnets
4. Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi (2021050334)
HS Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnið af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan var auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags. Kynningartíma er lokið, athugasemdir bárust. Tillögur að viðbrögðum við athugasemdum eru settar fram í minnisblaði VSÓ ráðgjafar dags. 30.06.2023.
Tillögur að viðbrögðum við athugasemdum eru samþykktar enda samræmast þau stefnu svæðisskipulags Suðurnesja, aðalskipulags Reykjanesbæjar og umhverfismats vegna fyrirhugaðs fiskeldis sem sveitarfélagið gerði ekki athugasemd við.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Umsagnir og viðbrögð
Greinargerð
Breyting á deiliskipulagi
Umsögn Landsnets
5. Ásbrú Rammaskipulag - drög (2019050477)
Unnið er að endurskoðun rammaskipulags fyrir Ásbrú þar sem unnið er áfram með þróunaráætlun K64 og umfangið stækkað þannig að Hádegishlað er innan rammaskipulagsins. Samgöngur, ofanvatnslausnir og græn svæði fá nánari umfjöllun og nýir hverfahlutar bætast við skv. drögum Alta frá júní 2023, „Ásbrú til framtíðar“.
Lagt fram.
6. Grænásbraut 619 (2023060458)
Með erindi dags. 27. júní 2023 sækir OMR verkfræðistofa, fyrir hönd Vinnumálastofnunar, um breytingu á húsnæðinu sem gengur út á að aðlaga það að virkni fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, bæði fullorðna og börn. Einnig verður Háaleitisskóli með aðstöðu í fjórum til fimm kennslustofum í húsnæðinu yfir daginn fyrir þróunarskóla/námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. Rými Háaleitisskóla verða aðskilin frá öðrum rýmum.
Það er mat sveitarfélagsins að starfsemin færi betur á stofnanasvæði en á athafnasvæði. En engin starfsemi er á svæðinu og notkunin hefur ólíklega neikvæð áhrif á aðra mögulega starfsemi á þessum reit. Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um skipulagsbreytingu
7. Bogatröð 10 - hljóðveggur (2023030655)
Algalíf Iceland ehf. óskar heimildar til að reisa hljóðeinangrandi vegg við inntaksmannvirki loftræsingar fyrir núverandi starfsemi skv. uppdrætti Glóru dags. 9.10.2022. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Vinnueftirlitið gera ekki athugasemdir.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Fylgigögn:
Bogatröð 10 - hljóðveggur
8. Bílavog við Helguvíkurhöfn (2023010395)
Reykjaneshöfn óskar heimildar til að afmarka lóð undir bílavog á Hafnarsvæðinu Helguvík.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Fylgigögn:
Staðsetning vogar í Helguvíkurhöfn
9. Breyting á lóðum við Helguvíkurhöfn (2020050255)
Erindi Reykjaneshafnar dags. 4. júlí 2023. Áhugi er kominn fram um að hefja uppbyggingu nýrra hafnarmannvirkja í Helguvíkurhöfn. Í tengslum við þær hugmyndir getur þurft að breyta og aðlaga lóðarmörk við lóðir á Stakksbraut sem liggja að hafnarsvæðinu. Atvinnu- og hafnarráð fól hafnarstjóra að opna viðræður við skipulagsyfirvöld varðandi þá möguleika sem geta verið í boði.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið.
10. Smáhýsi heimilislausra í Reykjanesbæ (2023070008)
Erindi frá velferðarráði dags 19. júní 2023: Staðsetning smáhýsa. Á fundi velferðarráðs 16. maí s.l. er óskað eftir því að umhverfis- og skipulagsráð fjalli um uppbyggingu næstu smáhýsa, þ.e. hvar best væri að staðsetja þau í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi er þarfagreining.
Starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs og velferðarsviðs er falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögur fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2024.
Fylgigögn:
Erindi frá velferðarráði um staðsetningu smáhýsa
11. Stapabraut 7 - stækkun lóðar (2023070043)
Með erindi dags. 28. júní 2023 óskar Björn Kjartansson f.h. Kaffitárs eftir vilyrði um lóðarstækkun Stapabrautar 7 sem væri í gildi í allt að tvö ár vegna mögulegrar stækkunar húsnæðisins.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið en nánari upplýsingar vantar um fyrirhugaða starfsemi og mengunarvarnir. Erindi frestað.
12. Háseyla 22 - grenndarkynning (2022110564)
Árný D. Sverrisdóttir óskar eftir heimild til að reisa 36 m2 viðbyggingu með aukaíbúð í stað bílskúrs sem afgreitt var á 305. fundi umhverfis- og skipulagsráðs sbr. uppdrætti VSS dags. 5. maí 2023.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Háseyla 22 - viðbygging
13. Þórustígur 8 - bílastæði (2023070045)
Aron I. Eiðsson Mörköre óskar heimildar til að bæta við innkeyrslu og bílastæði á lóð með erindi dags. 28. júní 2023.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
Fylgigögn:
Þórustígur 8 - bílastæði
14. Hraunsvegur 8 - gistiheimili ný gögn (2023030004)
Sýslumaður óskaði umsagnar um umsókn Malgorzata Mordon Szacon til reksturs gististaðar í flokki II að Hraunsvegi 8. Gestafjöldi 10 manns. Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123. Umsóknin uppfyllti ekki skilyrði sett fram í reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ, á lóð er aðeins eitt bílastæði en reglurnar tilgreina 4 stæði miðað við gestafjölda. Umsækjandi leggur fram samkomulag um notkun bílastæða aðliggjandi lóðar og óskar eftir umsögn vegna gistiheimilis fyrir 8 gesti. Á Hraunsvegi 8 og 10 eru samtals 4 stæði.
Erindið samræmist reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið.
15. Aðalskipulag Voga - tillaga að breytingu (2023030442)
Sveitarfélagið Vogar óskar umsagnar um breytingu á aðalskipulagi kirkjureits. Breytingin felst í því að 1,1 ha svæði fyrir þjónustustofnanir Þ-3 Kirkjureitur sem afmarkast af götunum Kirkjugerði, Tjarnargerði, Aragerði og af lóðarmörkum lóða við Hafnargötu fellur út úr aðalskipulagi, en m.a. var mögulegt að byggja á svæðinu kirkju og/eða safnaðarheimili. Þess í stað verður 0,7 ha svæði meðfram Aragerði, Tjarnargötu og Kirkjugerði skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB-9 þar sem gert er ráð fyrir lágreistri byggð á 1-2 hæðum. Á miðju svæðinu er hraunkollurinn Kirkjuholt sem teygir sig til suðurs í framhaldi af baklóðum við Hafnargötu. Kirkjuholtið er um 0,4 ha og verður sá hluti svæðisins skilgreindur sem opið svæði OS-2-7 sem er hluti af svæðum með yfirnúmerið OS-2 og nær yfir önnur opin svæði innan þéttbýlisins sem kjörin eru til útivistar.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga.
16. Aðalskipulagsbreyting - ÍÞ1 og ÍB7 Grindavík (2021060053)
Sveitarfélagið Grindavík óskar umsagnar vegna breytingar á aðalskipulagi 2018-2032. Íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1, núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (ÍÞ1). Núverandi íbúðabyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Grindavík.
17. Svæði fyrir hundagerði (2023030324)
Ævar Eyjólfsson leggur fram erindi f.h. Hvutta - Hagsmunafélags hunda á Suðurnesjum dags. 29. júní 2023. Óskað er eftir samstarfi við Reykjanesbæ varðandi landsvæði, uppbyggingu og hönnun fyrir hundagerði í Keflavík sunnan Hólmbergsbrautar.
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar fyrir erindið. Umrætt svæði hentar ekki fyrir hundagerði.
Fylgigögn:
Hundagerði - ósk um samstarf
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:53. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 13. júlí 2023