331. fundur

02.02.2024 00:00

331. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. febrúar 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Jóhann Gunnar Sigmarsson.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll. Jóhann Gunnar Sigmarsson sat fundinn í hennar stað.

1. Aðaltorg - kynning (2020100244)

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs ehf. mætti á fundinn og lagði fram til kynningar drög að þróun Aðaltorgs.

2. Grófin – niðurstaða forkynningar (2021090502)

Reykjanes Investment ehf. leggur fram forkynningu að Grófinni með það markmið að standa að uppbyggingu á íbúðahverfi á svæðinu við smábátahöfnina samkvæmt uppdráttum. Kynningartíma forkynningar er lokið og umsagnir bárust.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa. Tekið verði tillit til framkominna umsagna.

Fylgigögn:

Grófin - forkynning

3. Myllubakkaskóli lóð - breyting á deiliskipulagi (2023060243)

Reykjanesbær auglýsti breytingu á deiliskipulagi fyrir Myllubakkaskóla, Sólvallagötu 6a, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta 22. nóvember 2023. Breytingin felst í að núverandi bygging verði uppfærð til nútímakrafna sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Afmarkaður er byggingarreitur fyrir enduruppbyggingu núverandi bygginga, viðbygginga og íþróttahúss. Byggingarmagn er aukið. Hámarksnýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0.65 eða um 8.400 m² með A og B rýmum. Skólalóð verður endurhönnuð í takt við breytingar á skólahúsnæði með áherslu á aðgengismál.

Engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Myllubakkaskóla

4. Íþróttasvæði Njarðvíkur - deiliskipulag (2023100054)

Reykjanesbær óskar heimildar til að breyta deiliskipulagi íþróttasvæðis í Njarðvík til samræmis við skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða og aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir skólalóð á svæðinu.

Með vísan í bókun bæjarráðs 1. febrúar 2024, dagskrárlið 2.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa, íbúa og notendur svæðisins.

Fylgigögn:

Íþróttasvæði Njarðvíkur - deiliskipulag

5. Umferðaröryggi barna (2023070035)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að málinu „Umferðaröryggi barna“ verði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs og hafist verði handa við verkefnið sem allra fyrst. Íþrótta- og tómstundaráð auk menntaráðs hafa undanfarna mánuði fjallað um frístundaakstur barna. Það mál stendur þannig að hætt verður að sækja börn úr íþróttastarfi og keyra þau til baka til frístundaheimilanna, breytingin tekur gildi frá og með 10. febrúar næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykkt að leggja 20 milljónir króna í verkefnið „Umferðaröryggi barna“. Vegna aðstæðna sem skapast hafa við Reykjaneshöll og við Fimleikaakademíuna, þar sem mikill fjöldi barna kemur saman daglega auk mikillar umferðar, leggur íþrótta- og tómstundaráð áherslu á að verkefninu „Umferðaröryggi barna“ verði hrundið af stað sem allra fyrst og leggur áherslu á að verkefnið hefjist á að greina umferð og aðstæður við umrædd mannvirki.

Verkefnið „Umferðaröryggi barna“ er í vinnslu og verið er að undirbúa nokkur verkefni til framkvæmda. Þar með talið umferðarmál við Reykjaneshöll og fimleikahöll. Yfirlit um aðgerðir varðandi „Umferðaröryggi barna“ á árinu verður lagt fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs.

6. Þróunarsvæði Höfnum (2024010562)

Tillaga að auglýsingu á þróunarsvæði Höfnum. Um er að ræða óskipulagðar lóðir við Djúpavog 2, 3, 4 og 5.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa þróunarsvæði Höfnum.

7. Kliftröð 21, 23, 25 og 27 - lóðarumsókn (2024010563)

Feel Good ehf. óskar eftir að fá lóðir við Kliftröð 21, 23, 25 og 27 úthlutaðar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir lóðarúthlutun.

8. Huldudalur 1-3 - úthlutun lóða (2024010096)

Þar sem fleiri en ein gild umsókn barst fór fram hlutkesti um lóðina.

Við hlutkesti var raðað í þrjú sæti; 1., 2. og 3. val.

Niðurstaða hlutkestis er að Svanur Þ. Mikaelsson er í fyrsta vali og er úthlutuð lóðin.

Verði lóðinni skilað innan 6 mánaða frá úthlutun er umsækjanda sem á annað val boðin lóðin, svo þriðja val gangi það ekki eftir. Verði lóðinni skilað 6 mánuðum eftir úthlutun verður hún laus til umsóknar að nýju. 2. val er Eyþór Salómon Rúnarsson og 3. val er Tómas Óskarsson.

9. Urðarás 11 - umsókn um lóð (2024010524)

Sigurður G. Guðjónsson sækir um lóðina Urðarás 11.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir lóðarúthlutun.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.