380. fundur

07.10.2022 08:15

300. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12, 7. október 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Jóhann Gunnar Sigmarsson.

Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll, Jóhann Gunnar Sigmarsson sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Barnvænt sveitarfélag (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti innleiðingarferli Barnvæns sveitarfélags, aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar og réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi.

Óskað er eftir umsögn frá kjörnum nefndum og ráðum Reykjanesbæjar um aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar metnaðarfullri aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að unnið verði eftir aðgerðaráætluninni og umhverfissvið mun fylgja eftir þeim atriðum sem undir sviðið falla.

2. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 334 og 335 (2022010016)

Sveinn Björnsson byggingafulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 334, dags. 22. september 2022 í 16 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda og nr. 335, dags. 29. september 2022 í 5 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 334 og 335

3. Mælaborð umhverfissviðs (2022030842)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir mælaborð umhverfissviðs.

4. Hafnargata 51-55 - niðurstaða grenndarkynningar (2022060350)

BLUE Eignir ehf. óskar heimildar til að bæta einni hæð ofan á Hafnargötu 55, landnúmer 127136. Húsið er í dag á tveimur hæðum með léttu þaki, með breytingu verður heimilt að byggja þriðju hæðina allt að 3.3m, frá núverandi þakkanti. Húsið stækkar um 560m2 sbr. uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 6. júní 2022. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 16. júní 2022 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Grenndarkynningu er lokið og athugasemdir bárust. Megin inntak athugasemda er skerðing útsýnis íbúa efstu hæða við Hafnargötu og skuggavarp á lóðir við Austurgötu. Umsækjanda var boðið að neyta andmælaréttar sem hann gerði með bréfi.

Byggingin er á lóð sem tilheyrir svæði sem er skilgreint í aðalskipulagi sem miðsvæði (M2) í þeim kafla greinargerðar aðalskipulagsins sem fjallar um svæðið kemur fram „Í samræmi við einkenni svæðisins og til að styrkja uppbyggingu þess er meiri þéttleika á M2 en öðrum atvinnusvæðum. Ekki er gert ráð fyrir stórum og rýmisfrekum verslunum. Hæðir húsa 3 – 5.“

Byggingaráformin og notkun fellur að stefnu aðalskipulags, en húsið verður með breytingunni þrjár hæðir og áfram sem verslun og skrifstofur. Það er óumdeilt að hækkunin veldur skerðingu á fjalla sýn og veldur því að skuggavarp eykst lítillega austan við bygginguna síðdegis. Hæð byggingar verður sambærileg við byggingar á gagnstæðri hlið götunnar og sunnan megin á aðliggjandi lóð. Áformin falla því ágætlega að byggðamynstrinu. Það er mat ráðsins að fyrirhuguð uppbygging og yfirbragð byggingarinnar sé til hagsbóta fyrir umhverfið á þessum hluta Hafnargötu, samræmist stefnu sveitarfélagsins og réttlæti þannig skert útsýni.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Hafnargata 51-55

5. Tjarnargata 20 - svalir (2022080550)

Guðmundur Á. Þórðarson f.h. eigenda sækir um heimild fyrir svölum sbr. uppdrætti Glóru teiknistofu dags. 10. ágúst 2022. Meðeigendasamþykki er meðfylgjandi.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Tjarnargata 20

6. Lyngholt 13 - fjölgun íbúða (2022100130)

Sigurbergur Eiríksson óskar eftir að húsið við Lyngholt 13 verði tvíbýlishús í stað einbýlis en í húsinu eru tvær sjálfstæðar íbúðir í samræmi við upprunalegu hönnun þess s.kv. uppdráttum samþykktum dags. 25. maí 1956.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Lyngholt 13

7. Hólagata 19, 21 og 23 – deiliskipulag (2022100137)

Óskað er eftir að reitur sem afmarkast af Hólagötu 17 að Borgarvegi verð skipt í þrjár lóðir og á hverri lóð verði heimilt að reisa lítið fjölbýlishús með fjórum íbúðum í hverju, alls 12 íbúðir, með aðkomu frá Hólagötu. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á íbúð.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2, en athuga þarf fjölda bílastæða.

Fylgigögn:

Hólagata 19, 21 og 23

8. Hafnarbraut 12c - fyrirspurn (2022090525)

Sigurður H. Ólafsson f.h. eigenda óskar eftir áliti á fyrirhuguðum hugmyndum um framkvæmdir á lóðinni, sem eru að byggja um 50m2 viðbyggingu á austurhlið.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Hafnargata 12c

9. Flugvellir 23 - breyting á byggingarreit (2022090145)

Lava CarRental ehf. óskar heimildar til að víkja frá bundinni byggingarlínu á vesturhluta lóðar um 6,3m sbr. erindi JeES arkitekta dags. 27. september.

Lagt er til að bundin byggingalína meðfram Reykjanesbraut verði öll færð innar á lóðina og samþykkt er að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Flugvellir 23

10. Bolafótur 21, 23 og 25 – deiliskipulagstillaga drög (2019051640)

Render ehf. f.h. lóðarhafa leggur fram drög tillögu að deiliskipulagi sbr. uppdrætti KRark með erindi dags. 25. júlí 2022. Lóðirnar verði sameinaðar í eina. Á lóðina komi þrjú 3-4 hæða fjölbýlishús. Íbúðafjöldi verði allt að 50, nýtingarhlutfall 0,85 og bílastæði á lóð verða 75, með hlutfallið 1,5.

Erindi frestað.

11. Þjóðbraut 838 – stækkun (2022100146)

Wintermute Technologies ehf. óskar heimildar til að stækka húsnæðið á lóðinni Þjóðbraut 838 og nýta sem gagnaver sbr. uppdrætti Tækniþjónustu SÁ ehf. dags 9. september 2022.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Þjóðbraut 838 - stækkun

12. Langtímabílastæði í Reykjanesbæjar (2022090531)

Bæjarstjórn vísar til umhverfis- og skipulagsráðs erindi um að skoðað verði vel hvort útbúa megi afgirt langtímabílastæði á hentugum stað, utan þéttbýlis, sem einkaaðilar gætu svo séð um að vakta og reka.

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að minnisblaði og er falið að vinna áfram með málið í samráði við umhverfis- og skipulagsráð.

Fylgigögn:

Langtímabílastæði í Reykjanesbæjar

13. Ályktun Skógræktarfélags Íslands um skipulag og framkvæmdarleyfi (2022090530)

Skógræktarfélags Íslands skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar. Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Ályktunin er tekin til skoðunar.

Fylgigögn:

Ályktun Skógræktarfélags Íslands

14. Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga (2022080510)

Starfshópur sem umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra hefur skipað til að móta tillögur um fyrirkomulag vindorkunýtingar, sendi erindi til allra sveitarfélaga í ágústmánuði þar sem kallað var eftir afstöðu sveitarstjórna til m.a. þessara álitaefna. Nokkur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og sent starfshópnum sjónarmið en stjórn SO hvetur fleiri sveitarfélög til að bregðast við erindinu og senda sín sjónarmið.

Reykjanesbær hefur þegar sent inn umsögn, tekið fyrir á 299. fundi umhverfis- og skipulagsráðs.

Fylgigögn:

Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga

15. Breyting á skipulagslögum - ósk um umsögn (2022010436)

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.

Það er mat umhverfis- og skipulagsráðs að með frumvarpinu sé verið að taka skipulags- og framkvæmdarvald af sveitarfélögum hvað varðar málefni flutningskerfi raforku. Skipulags- og framkvæmdavaldið er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Breyting á skipulagslögum - ósk um umsögn

16. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)

Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi kynnir stöðu afgreiðsluferils aðalskipulags.

17. Bogatröð 16 - umsókn um lóð (2022100139)

Algalíf Iceland ehf. sækir um lóðina Bogatröð 16.

Lóðarúthlutun samþykkt.

18. Iðavellir 1 - lóð fyrir dreifistöð (2022090038)

HS Veitur hf. óska eftir að lóð fyrir dreifistöð.

Lóðarúthlutun samþykkt.

19. Brekadalur 50 - umsókn um lóð (2022090622)

Jón Ö. Jakobsson sækir um lóðina Brekadalur 50.

Lóðarúthlutun samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2022.