416. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. desember 2022 kl. 14:00
Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason, Una Guðlaugsdóttir.
Rannveig Erla Guðlaugsdóttir boðaði forföll og sat Una Guðlaugsdóttir fundinn í hennar stað.
Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Reglur um félagsþjónustu - þjónusta við börn og foreldra (2022010182)
Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mætti á fundinn og fór yfir lokadrög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
Velferðarráð samþykkir reglurnar. Ráðið þakkar starfsfólki velferðarsviðs fyrir vel unnin störf og útsjónarsemi við að finna lausnir þegar að þrengir.
2. Heimildir barnaverndarstarfsmanna - breytingar á reglum (2021120010)
Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar mætti á fundinn og kynnti, ásamt Heru Ósk Einarsdóttir sviðsstjóra velferðarsviðs, breytingar á reglum um heimildir barnaverndarstarfsmanna vegna breytinga á barnaverndarlögum sem taka gildi 1. janúar 2023 samhliða nýju umdæmisráði.
Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði. Ráðið þakkar starfsfólki og nefndarfólki í barnavernd Reykjanesbæjar fyrir mjög gott starf í gegnum tíðina.
3. Allir með! (2020010276)
Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri Velferðarnets Suðurnesja mætti á fundinn og sagði frá Allir með! hátíð sem haldin var í Bíósal Duus safnahúsa 7. desember sl. Þar voru kynntar breyttar áherslur verkefnisins.
Velferðarráð lýsir ánægju með verkefnið Allir með! og hvetur fyrirtæki á svæðinu til að taka þátt í verkefninu.
4. Starfsáætlun velferðarsviðs 2023 (2022120121)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram drög að starfsáætlunum sviðsins fyrir árið 2023.
5. Fundargerðir Samtakahópsins 23. nóvember og 6. desember 2022 (2022010186)
Fundargerðir lagðar fram.
Meirihluti velferðarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
„Meirihlutinn í velferðaráði vill eindregið taka undir með Samtakahópnum og koma á framfæri hrósum til bæjarstjórnar fyrir að tryggja fjármagn í samninginn við Samtökin 78 og kallar eftir því að skrifað verði undir samning sem fyrst. Með þessum samningi er skýrt hve mikilvægt er að fræða alla sem eru samferðafólk barna okkar í skólum og stofnunum. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nýverið skrifað undir samning við samtökin um margvíslega fræðslu.“
Sigurrós Antonsdóttir
Andri Fannar Freysson
Birna Ósk Óskarsdóttir
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar fyrirhuguðum samningi við Samtökin 78 og telur hann vera gæfuríkt skref fyrir Reykjanesbæ. Hann getur betur tryggt að hinsegin málefni verði sett á oddinn. Bakslag í réttindabaráttu hinsegin samfélagsins er staðreynd hér á landi og því sannarlega mikilvægt að hinsegin fræðsla, forvarnir og skilningur á þessum málefnum sé hluti af okkar samfélagi.“
Eyjólfur Gíslason
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 23. nóvember 2022
Frístundamiðstöð Reykjanesbæjar - kynning
Fundargerð Samtakahópsins 6. desember 2022
Lýðheilsustefna - aðgerðaáætlun 2023
6. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 8. desember 2022 (2022021188)
Fundargerð lögð fram.
Meirihluti velferðarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
„Meirihlutinn í velferðarráði fagnar því að samkvæmt fundargerð öldungaráðs sem haldinn var þann 8. desember s.l. er unnið að nýju hjúkrunarheimili. Einnig að á 1395. fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 1. desember s.l. hafi verið samþykkt að fjölga hjúkrunarrýmum úr 60 í 80. Þarna er verið að horfa í að þörfin sé brýn og nauðsynleg svo að vinda þarf ofan af biðlistum og horfa til framtíðar. En til þess að allt þetta gangi upp þurfa Reykjanesbær og heilbrigðisráðuneytið að vinna vel saman t.d. að deiluskipulagi og komast að samkomulagi um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagsins og ríkisins.“
Sigurrós Antonsdóttir
Andri Fannar Freysson
Birna Ósk Óskarsdóttir
Fylgigögn:
Fundargerð 13. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar 8. desember 2022
7. Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja 21. október 2022 (2022120153)
Fundargerð lögð fram ásamt samþykktum Öldungaráðs Suðurnesja.
Fylgigögn:
Fundargerð aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja 21. október 2022
Samþykktir Öldungaráðs Suðurnesja
8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2022010091)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti mælaborð fyrir janúar til október 2022 og lagði fram tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í nóvember 2022.
Fylgigögn:
Fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur nóvember 2022
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2022.