422. fundur

21.06.2023 14:00

422. fundur velferðarráðs 21. júní 2023 var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. júní 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Málefni flóttafólks - stöðumat (2022020555)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðuna á málefnum flóttafólks. Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Reglur um félagsþjónustu (2022010182)

Ólafur Garðar Rósinkarsson teymisstjóri í málefnum fatlaðra og Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu mættu á fundinn og fóru annars vegar yfir drög að reglum um stuðningsþjónustu og hins vegar drög að reglum um stoðþjónustu.

Velferðarráð óskar eftir umsögn notendaráðs fatlaðra um drög að reglum um stoðþjónustu.

3. Stökkpallurinn - virkninámskeið í samstarfi við MSS (2023060305)

Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni yfir þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og telur ávinninginn þess verðugan að halda áfram með virkniúrræði fyrir fólk á fjárhagsaðstoð.

Fylgigögn:

Stökkpallurinn - virkninámskeið í samstarfi við MSS

4. Búsetumál fatlaðra – uppbygging með Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins (2019050509)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti fyrirhugaða afhendingu Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins á Stapavöllum 16-22 í júlí. Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdir Brynju hússjóðs í Reykjanesbæ.

5. Fundargerð öldungaráðs 22. maí 2023 (2023030622)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn: 

Fundargerð öldungaráðs 22. maí 2023

6. Fundargerð Samtakahópsins 22. maí 2023 (2023010161)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 22. maí 2023

7. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2023030016)

Tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í maí 2023 lagðar fram.

Fjárhagsaðstoð

Í maí 2023 fengu 364 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 52.230.788 eða að meðaltali kr. 143.491,-

Fjárhagsaðstoðin var veitt til 77 heimila sem á bjuggu samtals 175 börn.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 34.551.791 samkvæmt 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fengu 243 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 33.049.917 eða að meðaltali kr. 136.007,-

Velferðarráð hefur miklar áhyggjur af þeim fjölda barna sem eru á bak við tölur um fjárhagsaðstoð og telur brýnt að lögð verði áhersla á úrræði fyrir barnafjölskyldur.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í maí fengu alls 299 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 6.273.146,-. Í sama mánuði 2022 fengu 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 4.634.786

Áfrýjunarnefnd

Í maí var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 7 erindi lögð fyrir nefndina, öll erindi voru samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.  Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 29. júní 2023.