Svæðisáætlun um uppgræðslu og skógrækt í Reykjanesbæ

Svæðisáætlun um uppgræðslu og skógrækt í Reykjanesbæ

Óskað er eftir athugasemdum vegna svæðisáætlunar um uppgræðslu og skógrækt í Reykjanesbæ. Áætlunin er liður í loftslagsáætlun sveitarfélagsins og skilgreind aðgerð í aðgerðaáætlun þess í loftslagsmálum.

Áætlunin er tilraunaverkefni Reykjanesbæjar og Lands og skógar, og er áætlun í samræmi við markmið Lands og lífs, landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031 og til hliðsjónar aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í málaflokkunum.

Svæðisáætlun Reykjanesbæjar tilgreinir landgræðslu og skógræktarsvæði í landi sveitarfélagsins, sem og önnur svæði og tækifæri til landgræðslu og skógræktar í bæjarlandinu. Einnig hvernig best er unnið að markmiðum Lands og lífs, að teknu tilliti til gildandi skipulagsáætlana. Jafnframt eru alþjóðlegar skuldbindingar og samningar sem Ísland hefur undirgengist til verndar og viðhalds náttúru til hliðsjónar. Þá er sérstaklega leitast við að finna vernd og endurheimt votlendis- og birkivistkerfa stað í áætluninni í samræmi við áherslur Íslenskra stjórnvalda.

Athugasemdir eða umsagnir berist á margret.l.margeirsdottir@reykjanesbaer.is merkt “Svæðisáætlun” í titli, eigi síðar en 20. mars 2025.

Svæðisáætlun