Tæknivellir - vinnslutillaga deiliskipulags

Tæknivellir - vinnslutillaga deiliskipulags

Tæknivellir - vinnslutillaga deiliskipulags

Um er að ræða heildarendurskoðun deiliskipulags frá 2013. Deiliskipulagstillagan byggir á stefnumótun í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 auk rammaskipulagi Ásbrúar (rammahluta aðalskipulags) og Þróunaráætlunar Kadeco: K64. Frá gildandi deiliskipulagi eru skipulagsmörk víkkuð og lóðamörkum breytt á afmörkuðum stöðum. Skilmálar fyrir blágrænar ofanvatnslausnir settir. Nýtingarhlutfall aukið. Einnig er skilgreint betur stígakerfi og landslagsmótun utan við byggðina á Tæknivöllum. sbr. uppdrætti og greinargerð Arkís

Vinnslutillagan verður auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar með málsnúmerið 1306/2024 opið er fyrir athugasemdir frá 13. nóvember – 11. desember 2024.

Fylgiskjöl:

Deiliskipulagsuppdráttur

Skýringaruppdráttur

Greinargerð

 

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

skipulag@reykjanesbaer.is