Gatnagerðargjöld, kostnaður við lóðaframkvæmd og byggingarréttargjald
- Gatnagerðargjöld eru samkvæmt gjaldskrá sem uppfærist mánaðarlega miðað við byggingavísitölu og útreikningur miðast við hámarks byggingarmagn á lóð samkvæmt deiliskipulagi.
- Lagður er á kostnaður við lóðaframkvæmd þar sem bílastæði eru við götu en innan lóðar. Til þess að tryggja samræmt yfirbragð og frágang sér sveitarfélagið um framkvæmdina en lóðarhafar endurgreiða kostnaðinn með álögðu gjaldi. Uppfærist mánaðarlega miðað við byggingavísitölu
- Byggingarréttargjald er samkvæmt gjaldskrá sem uppfærist mánaðarlega miðað við byggingavísitölu og útreikningur miðast við hámarks byggingarmagn á lóð samkvæmt deiliskipulagi.
Gatnagerðargjöld í janúar 2024
- Raðhús 45.013 kr/m2
- Fjölbýli 30.009 kr/m2
Kostnaður við lóðaframkvæmd
- Kostnaður reiknast út fráfjölda bílastæða miðað við deiliskipulag 1.250.000 kr á stæði
- Raðhús B3 og fjölbýli F eru undanþegin gjaldinu enda kemur sveitarfélagið ekki að gerð bílastæða þeirra lóða.
Innviða- og byggingarréttargjald
Innviða- og byggingarréttargjald er samkvæmt gjaldskrá sem uppfærist mánaðarlega miðað við byggingavísitölu og útreikningur miðast við hámarks byggingarmagn á lóð samkvæmt deiliskipulagi 35.000 kr/m2
Tilboð Fjölbýli dæmi lágmarksverð
A Gatnagerðargjald : 30.009kr/m2 x 1000m2=30.009.000kr
B Innviða- og byggingarréttargjald: 35.000 kr/m2 x 1000m2=35.000.000kr
C 10 bílastæði: 1.250.000 kr x10= 12.500.000
A+B+C= 77.509.000kr
Veittur verður 10% afsláttur í formi endurgreiðslu gatnagerðargjalda ef hús er fokhelt innan 9 mánaða frá úthlutun lóðar.