Leiðbeiningar fyrir skjálesara

Skjálesari er hjálparforrit sem les texta af tölvuskjá upphátt. Skjálesari notar talgervil til að breyta texta í málhljóð. Með því að hlusta á textann á meðan hann er lesinn, getur þú fengið betri skilning á textanum. Þú getur hlustað hvar sem er, á hvaða nettæki sem er og hvenær sem er. Sem notandi á vefsíðunni þarftu ekki að hlaða neinu niður til að nota skjálesarann.

Þegar smellt er á hlusta hnappin , les skjálesarinn texta síðunnar. 

Til að hefja lesturinn er smellt á hlusta hnappinn. Skjálesarinn byrjar þá að lesa textann á vefsíðunni upphátt og einnig birtast fleiri stillingarmöguleikar.

Á lyklaborði má nota  má Tab eða Shift + Tab til að ferðast um spilarann. Smelltu á Enter hnappinn til að virkja valda aðgerð.

Hlustað á valinn texta:

Velja má tiltekinn texta á vefsíðunni til að fá hann lesinn. Síðan er smellt á hlusta-hnappinn sem birtist við hlið músarbendilsins. Þegar þú velur texta á síðu birtist sprettigluggi með valmöguleikum fyrir hlusta, orðabók og þýða. Þegar smellt er á hlustunarhnappinn birtist spilarinn og byrjar að lesa textann sem var valinn. 

Stillingarvalmynd 

Í stillingarvalmyndinni er hægt að:

  • Velja hvort textinn sé upplýstur á meðan skjálesarinn les hann.
  • Velja hvort einstök orð séu upplýst eða heilar setningar.
  • Velja lit og leturgerð upplýsta textans.
  • Velja hvort spilarinn sýnir texta setningarinnar neðst á síðunni með stærra letri samhliða upplýsta textanum.
  • Velja lestrarhraða, það er hvort skjálesarinn les hægt, miðlungs hratt eða hratt.
  • Velja hvort síðan fylgi sjálfkrafa upplýsta textanum. (sjálfvirk skrunun)
  • Velja hvort hlustunarhnappinn sé sýnilegur þegar texti er valinn.
  • Velja og virkja lyklaborðs flýtileiðir
  • Endurstilla allar upprunalegar stillingar

Stækka og minnka texta

Notendur vefsins geta minnkað og stækkað texta séu þeir að skoða hann í tölvu með lyklaborði og/eða mús. Til að stækka er Ctrl-hnappnum haldið niðri og smellt á "+" (CDM og "+" í Mac). Til að minnka er Ctrl-hnappnum haldið niðri og smellt á "-" (CDM og "-" í Mac). Einnig er hægt að halda niðri Ctrl-hnappnum og nota skrunhjól tölvumúsa til að minnka og stækka.

Sækja MP3 Hljóðskrá

Hægt er að hala niður MP3 hljóðskrá í gegnum stillingarvalmynd.