Mánahesturinn

Mánahesturinn

Klapparhæð ofan við Hringbraut á móts við Greniteig.

Verk Erlings Jónssonar var afhjúpað 1. maí 1986.

Mánahesturinn var keyptur og settur upp af Keflavíkurbæ. Hugleiðing listamannsins að verkinu er; “um meginforsendur fyrir tilvist íslensku þjóðarinnar í landi sínu. Hesturinn var jafnan þarfasti þjónninn. Formun hugmyndarinnar í fast efni hófst á Mánagrund, því þótti eðlilegt að endanlegt form hlyti nafnið Mánahestur. Frá vissu sjónarhorni má sjá segl og stefni víkingaskips auk hestsins. Ennfremur þykjast margir sjá eins og logandi ljós á kerti og hugsa til orða Benedikts Gröndal; “lýstu mér saga með ljósi þínu”.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar