Ólafur Thors

Ólafur Thors

Fokkan, túnbali milli Hringbrautar og Brekkubrautar.

Fyrsta höggmyndin sem sett var upp í Keflavík.

Fyrsta höggmyndin sem sett var upp í Keflavík var af Ólafi Thors fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins og var hún afhjúpuð af ekkju hans Ingibjörgu Thors 12. október 1976. Áki Gränz hannaði listaverkið og undirstöðu þess að frumkvæði Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar