Valkostir

Valkostir

Við Íþróttaakademíuna, Krossmóa 58

Gjöf höfundarins, Árna Johnsen, í framhaldi af sýningu hans á Ljósanótt 2004, Grjótið í Grundarfirði.

Efniviðinn í sýninguna sótti Árni að mestu í fjöruna undan Krossnesbjargi í Grundarfirði. Gegnheilt stál, efni í öxla, notar hann til að tengja grjót í grjót. Í þessu verkitók Árni mót af höndum sínum sem síðan voru steyptar í kopar í Málmsteypunni Hellu en þær eru burðarásinn í verkinu. Höfuðmarkmið Árna eru einfaldleikinn með ákveðinni skírskotun og ímyndunarafli sem getur talað til gesta og gangandi.

 

Ábyrgðaraðili: Listasafn Reykjanesbæjar