Veðurguðirnir voru okkur svo sannarlega ekki hliðhollir um liðna helgi sem varð til þess að við þurftum að hafa lokað í dásamlega Aðventugarðinum okkar. Við höldum þó ótrauð áfram og verðum með opið á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember, sem verður jafnframt okkar síðasti opnunardagur þetta árið.
Á Þorláksmessu verða skemmtilegu Jólasveinar Aðventugarðsins á vappi og heilsa upp á börnin, Grýla gamla móðir þeirra lætur líka sjá sig ásamt félögum frá Leikfélagi Keflavíkur úr Ronju ræningjadóttur. Risastór ísbjörn mætir á svæðið og býður upp á myndatökur og faðmlög. Í litla sviðskofanum okkar verða skemmtilegar uppákomur frá kl. 18:00 til 21:00 þar sem fram koma með annars Lúðrasveit Tónlistarskólans, Brynja og Ómar og Kósýbandið. Ratleikur Aðventugarðsins verður á sínum stað í síðasta skiptið sem við mælum með að allir taki þátt í ásamt því að skoða fallega Leikskólalundinn okkar.
Í sölukofunum verður boðið upp á jólaglögg, heitt kakó, sykurpúða, handverk, heimasaumaðar vörur og annan jólavarning. Aðventusvellið verður opið á Þorláksmessu og frekari opnunartíma má sjá á adventusvellid.is.
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar veitir viðurkenningar fyrir jólahús Reykjanesbæjar í sviðskofanum í Aðventugarðinum kl. 20:00.
Við hlökkum til að njóta Þorláksmessu saman í Aðventugarðinum og á Aðventusvellinu.
Dagskrá