Útisvæðið við leikskólann Tjarnarsel er endalaus uppspretta nýrra ævintýra. Síðastliðinn þriðjudag komu sjálfboðaliðar seinnipart dags og unnu fram á kvöld við að bæta við útisvæðið.
Vinnufram sjálfboðaliða er ómetanlegt, að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur aðstoðarleikskólastjóra Tjarnarsels. Alls 80 manns mættu og voru í hópnum foreldrar, börn, kennarar og eiginmenn þeirra, afar og fyrrverandi nemendur skólans. „Þetta er í fjórða sinn á sl. tveimur árum sem við höldum vinnudag. Þetta ómetanlega vinnuframlag, sem einkennis af gleði, áhuga og vinnusemi, hefur vakið athygli víða og reglulega fáum við heimsóknir frá öðrum leikskólum. Þá segjum við frá upphafi verkefnsins og þeim almenna stuðningi sem höfum haft frá þeim aðilum sem koma að verkefninu og bæjarfélaginu öllu.“
Útisvæði Tjarnarsels er hannað af Georg Hollanders heitnum og Sarka Mrnakova hjá SAGE gardens sf. en þau hafa sérhæft sig í umhverfisvænni hönnun, m.a. í endurbótum á útisvæðum leik- og grunnskóla í samvinnu við börn, foreldra og kennara.