Alþingiskosningar 2024 – Aðgengi að kjörstað

Þann 30. nóvember 2024 fara fram alþingiskosningar á Íslandi. Í Reykjanesbæ verður kosið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Kjörstaður mun opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.

Kjósendur eru hvattir til þess að koma gangandi eða nýta sér almenningssamgöngur á kjörstað. Leið R1 stoppar í nálægð við Fjölbrautarskólann en almenningi er bent á að fylgjast með tilkynningum frá Bus4U varðandi breytingar á tímatöflu og leið strætisvagna.