Alþingiskosningar - Kjörsókn kl. 12

Í dag, 30. nóvember er kosið til alþingis og opnaði kjörstaður kl. 09.

Klukkan 12 höfðu 8,81% mætt á kjörstað. Til samanburðar höfðu 9,45% kosið í seinustu alþingiskosningum árið 2021.

Við hvetjum öll til þess að nýta kosningaréttinn sinn og mæta á kjörstað.