ANDRÝMI - sjálfbær þróun svæða
Reykjanesbær óskar eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundum lausnum. Verkefnið mun standa yfir frá maí fram í miðjan september. ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða, og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu.
ANDRÝMI er verkefni sem byggir á Hughrifum í bæ og Torg í biðstöðu. Hughrif í bæ var skapandi framtak í Reykjanesbæ, sem stóð fyrir viðburðum og skapandi störfum sumrin 2019 og 2020. Verkefnið fékk styrk frá Menntamálaráðuneyti sem átti að stuðla að virkni ungs fólks.
Torg í biðstöðu er verkefni sem hefur verið í gangi á torgum og almenningssvæðum í Reykjavíkurborg frá árinu 2011. Biðsvæða verkefni bjóða borgum upp á þann möguleika að gera tilraunir með tímabundin verkefni, að gefa skapandi hugmyndum tækifæri án þess að komi til dýrar framkvæmdir ásamt því að oft koma mjög óvæntar útkomur úr verkefnunum sem erfitt hefði verið að koma auga á fyrir fram. Borgir út um allan heim eru farnar að tileinka sér þessa hugmyndafræði sem stundum leiðir til varanlegra breytinga.
Í krafti fjölbreytileikans
Áhersla ANDRÝMA 2023 er í krafti fjölbreytileikans. Verkefni geta verið í formi grænna og gróskumikilla dvalarsvæða, hvílustæði (e. Parklet), leiksvæða eða svæða sem skapa leik, hvíld eða fagna því óvænta. Staðsetja þarf svona svæði á sólríkum stöðum í götu, opnum svæðum eða á torgum sem þarfnast umhyggju og grænna yfirbragðs. Verkefni geta verið viðburðir, innsetningar sem breyta notkun á svæðum, fegun á umhverfi, markaðshald, gjörningur eða annað sem hugurinn girnist.
Frekari upplýsingar um ANDRÝMI er að finna hér