Umsóknarfrestur framlengdur!

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest vegna ANDRÝMA til 26. apríl. Reykjanesbær óskar eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundum lausnum. Verkefnið stendur að jafnaði yfir frá maí fram í miðjan september ár hvert.

ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða, og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu.

Í umsókn skal koma fram; lýsing á verkefni, verk- og tímaáætlun, kostnaðaráætlun og markaðsáætlun. Tekið skal fram að þær umsóknir sem þegar hafa borist halda gildi sínu. 

Sækja um með því að smella hér

Nánari upplýsingar veitir Margrét Lilja Margeirsdóttir
Netfang: margret.l.margeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 26. apríl 2023.

Frekari upplýsingar um ANDRÝMI er að finna hér