Takmörkun á starfsemi í Reykjanesbæ vegna COVID-19
08.03.2020
Fréttir
Reykjanesbær hefur tekið ákvörðun um að takmarka starfsemi sína í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðun tekin með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Eftirfarandi takmarkanir gilda frá og með mánudeginum 9. mars þar til annað verður ákveðið.