„Miðill er manns gaman.“ Menning í Reykjanesbæ í samkomubanni
24.03.2020
Fréttir
Menningarstofnanir í Reykjanesbæ hafa nú tekið höndum saman um að færa menninguna heim til fólks á meðan það hefur ekki kost á að stunda hana með öðrum hætti. Yfir 50 viðburðir af ýmsum toga eru í undirbúningi hjá þeim og eru sumir þeirra þegar farnir að líta dagsins ljós og halda áfram að gera það jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur.