Styrmir Gauti Fjeldsted, Baldur Þórir Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson og Gunnar Þórarinsson
Sex bæjarfulltrúar kvaddir á lokafundi bæjarstjórnar
Síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn þriðjudaginn 19. maí. Sex bæjarfulltrúar sátu þá sinn síðasta fund og voru kvaddir með blómum og síðasta bindi af Sögu Keflavíkur sem kemur út á næstu dögum.
Þrír af þeim bæjarfulltrúum sem luku setu í bæjarstjórn höfðu starfað í eitt kjörtímabil. Það voru þau Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki, Anna Sigríður Jóhannesdóttir Sjálfstæðisflokki og Styrmir Gauti Fjeldsted Samfylkingu. Jóhann Friðrik situr nú á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Tveir bæjarfulltrúar höfðu setið þrjú kjörtímabil eða frá árinu 2010, þeir Gunnar Þórarinsson, sem sat fyrsta kjörtímabilið fyrir Sjálfstæðisflokk og seinni tvö fyrir Frjálst afl og Baldur Þórir Guðmundsson fyrir Sjálfstæðisflokk. Einnig fór út úr bæjarstjórn Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið. Hann kom fyrst inn í bæjarstjórn 1998 sem varamaður en hefur síðan setið sem aðalmaður fjögur kjörtímabil það fyrsta árið 2002. Hann situr nú á Alþingi fyrir Viðreisn.
Reykjanesbær þakkar öllu þessu góða fólki fyrir sitt framlag síðastliðin ár í þágu íbúa sveitarfélagsins og óskar þeim velfarnaðar í þeim störfum sem þau taka sér fyrir hendur.
- Guðbrandur 324 fundir. Kemur inn sem vara fyrst 1998-2002, aðalmaður 2002-2006, 2006-2010, er ekki 2010-2014, aðalmaður 2014-2018 og 2018-2000
- Gunnar 238 fundir. 2010-2014, 2014-2018, 2018-2022
- Styrmir 82 fundir. 2018-2022
- Anna Sigríður 77 fundir. 2018-2022
- Baldur 239 fundir. 2010-2014, 2014-2018, 2018-2022
- Jóhann F 68 fundir. 2018-2022