- English below -
Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna.
Árlega hefur Barnahátíð verin haldin með listsýningum allra skólastiga í Duus Safnahúsum og skemmtilegum fjölskyldudegi við Duus Safnahús, þar sem boðið hefur verið upp á fjölbreyttar smiðjur og Skessan boðið í lummur. Í ljósi ástandsins varð að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi.
Í stað fjölskyldudagsins hefur nú verið brugðið á það ráð í samstarfi við Skemmtigarðinn að bjóða upp á ótrúlega skemmtilegan þrautaleik fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ helgina 23. - 24.maí . Þar sameinum við menningarhluta hátíðarinnar, fjölskyldudaginn og þjófstörtum um leið Hreyfivikunni sem hefst formlega 25. maí.
Það eina sem þarf til að taka þátt er sími og að skrá sig til leiks.
Leikurinn verður opinn alla helgina og hægt er að hefja þátttöku hvenær sem fólki hentar.
Í boði eru 4 leikir; Njarðvík, Innri-Njarðvík, Keflavík og Ásbrú og Hafnir. Hægt er að velja hvaða leik sama hvar fólk býr. Hægt er að spila einn leik, tvo, þrjá eða alla eftir hentisemi hverrar fjölskyldu.
Verðlaun verða veitt fyrir ýmsa þætti í leiknum auk þess sem heppnir þátttakendur verða dregnir út.
Við hvetjum fjölskyldur til að fara saman í góðan göngutúr og leysa ótrúelga skemmtilegar og auðveldar þrautir víðs vegar um bæinn.
Skráning fer fram hér
New Challenges call for Creative Solutions
To replace the Children‘s Festival‘s traditional family day, that had to be cancelled due to Covid 19, an awesome puzzle game for the whole family will take place on Saturday and Sunday, May 23-24. It also represents the start of Reykjanesbær Hreyfivika (week of action) that formally begins on May 25.
The only thing needed is a phone and to sign up. Participation is free of charge.
The game will be open both Saturday and Sunday and it is possible to start the game whenever is suitable.
Four games are available; Njarðvík, Innri-Njarðvík, Keflavík og Ásbrú og Hafnir. One can choose any of the games no matter where you live. One can either play one game, two, three or all of them depending on what you are up to.
Prizes will be given for some aspects of the game plus some lucky participants will be picked out.
Families are encouraged to og together on a fun walk and solve incredibly fun and easy puzzles all around town.
Click on the link above for registration