Mikið aukning hefur orðið á aðsókn grunnskólabarna í sund í Reykjanesbæ í framhaldi af því að tekin var ákvörðun um það fyrir fjórum árum að gefa þeim frítt í sund með það að markmiði að auka hreyfingu ungra barna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Ástæðan var sú að nýlegar rannsóknir höfðu sýnt að grunnskólabörn á Íslandi væru að þyngjast m.a. vegna hreyfingarleysis. Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga til þess að taka upp þessa nýjung og þykir hún hafa skilað miklum árangri án þess að tekjuskerðing mannvirkja hafi verið eins mikil og ætla mætti enda hefur gestafjöldi aukist mikið í kjölfarið.
Fjöldi barna í sundi jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir á ári 2006 - 2009 og aðsókn fullorðinna jókst að meðaltali um 8.777 heimsóknir á ári á sama tíma. Í rannsókninni sem stóð yfir í þrjár vikur kom fram að hlutfall barna sem ekki æfðu íþróttir en sóttu sund þá var 45% og eru börn á aldrinum 8 - 12 ára duglegust að mæta í sund.
Þetta kemur fram í lokaritgerð Þórunnar Magnúsdóttur til B.s. gráðu í íþróttafræðum við Háskóla íslands þar sem kannað var m.a. hvort að þessi niðurfelling á gjaldi hefði aukið hreyfingu barna og þá jafnframt þeirra sem ekki stunda íþróttir í frístundum.
Fylgst var með grunnskólabörnum í sundi á almenningstíma og notast var við spurningalista sem starfsfólk lagði fyrir börnin. Kom í ljós að börnin voru mest að leik í sundlauginni og eyddu meirihluta tímans í meðalerfiða hreyfingu. Eftir 14 ára aldurinn virðist hins vegar draga mikið úr sundiðkun barna. Stúlkur eru duglegri en drengir að sækja sundlaugina eða 52% á móti 48% en svipað hlutfall er á hlutfalli kynjana hvort sem þau æfa íþróttir eða ekki. Töluverður munur er á hlutfalli barna sem æfa íþróttir um helgar en þá eru þau í meirihluta eða 64% þeirra á móti 36% barna sem ekki æfa íþróttir.
Aukning á aðsókn fullorðinna er töluverð og hefur aukist mest frá því að gefið var frítt í sund fyrir börn. Þar sem fullorðnir greiða aðgangseyri að lauginni má ætla að innkoma vegna þeirra nái að vega upp það tap sem verður við það að gefa börnum frítt í sund. Telur Þórunn líklegt að aukninguna megi rekja til þess að fleiri fullorðnir fylgi börnunum í sund. Barnmargar fjölskyldur eigi nú auðveldara með að gera sundferð að samverustund fjölskyldunnar án þess að þurfa að greiða fyrir það h&aacu