Breytt fyrirkomulag skráningar í Tónlistarskólann

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur tekið upp nýtt innritunarkerfi við innritun nýrra nemenda við skólann. Markmiðið er bæði að útrýma pappírsumsóknum og að sleppa við tvískráningu sem þurfti í fyrra kerfi. Tengil í innritunarkerfið er að finna á auglýsingasvæði vefjar Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is.

Með nýju fyrirkomulagi, sem býðst í gagnagrunni tónlistarskólans, School Archive, fara umsóknir beint inn í gagnagrunninn og einfaldar allt utanumhald, auk sparnaðar í vinnu og pappírsnotkun. 

Hér er tengill í innritunarkerfi Tónlistarskólans