Innritun barna fæddra árið 2023 í leikskóla

Vinna við innritun barna í leikskóla hefst í mars og apríl. Foreldrar fá sendan tölvupóst með boði um leikskólapláss og þurfa að staðfesta innan viku hvort þeir taki plássið. Berist engin staðfesting innan þess tíma, er litið svo á að plássinu sé hafnað.

Aðlögun hefst að jafnaði í ágúst að loknu sumarfríi. Nánari upplýsingar um upphaf leikskólagöngu veitir leikskólastjóri viðkomandi leikskóla.

Menntasvið Reykjanesbæjar