Kennarar og stjórnendur á endurmenntunardegi.
Dagana 12.og 13. ágúst sátu grunnskólakennarar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði endurmenntunarnámskeið á vegum fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Kennarar gátu valið um fjölbreytt námskeið sem snerta ýmis svið náms og skólastarfs í grunnskólum. Sem dæmi má nefna námskeið um innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum, útinám, skapandi stærðfræði, sjálfbærni, samstarf list- og verkgreinakennara, innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla í íþróttum og öðrum greinum.
Einnig voru námskeið frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra og frá samtökunum Blátt áfram.
Námskeiðin voru vel sótt af kennurum og skólafólki sem þessa dagana undirbýr móttöku nemenda í skólann.