Lokaráðstefna 17. desember 2010 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Evrópuárið 2010 er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ísland hefur tekið fullan þátt í verkefninu. Árinu fer senn að ljúka en vinnan heldur áfram. Á lokaráðstefnunni verða kynnt mörg þeirra verkefna og rannsókna sem hefur verið ýtt úr vör á árinu. en fjöldi styrkja var veittur til baráttunnar. Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að koma á lokaráðstefnuna og kynnast nokkru af því unnið var að á árinu.
Dagskrá
13:00-13.05 Fundarstjóri setur ráðstefnuna, Edda Jónsdóttir.
13.05-13.15 Ávarp félags- og tryggingamálaráðherra, Guðbjartur Hannesson.
13.15-13.30 Niðurstöður fundar með þjóðfundarsniði um fátækt og félagslega einangrun.
Linda Rós Alfreðsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson.
13.30-13.45 Líðan og staða atvinnulausra á tímum efnahagsþrenginga, Ása Ásgeirsdóttir.
13.45-13.55 „Við byggjum brýr...." Málfríður D. Gunnarsdóttir.
13.55-14.10 Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja.
Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
14.10-14.20 Áhrif starfsendurhæfingar, Kristján Már Magnússon.
14.20-14.30 Þar sem flestir öryrkjar búa, Guðrún Kristín Þórsdóttir.
14.30-14.40 Stuttmynd í tilefni Evrópuársins 2010.
14.40-14.55 Kjarnakonur, Kristín Einarsdóttir.
14.55-15.20 Kaffi.
15.20-15.30 Sjálfstyrking kvenna,
Ragnheiður Elfa Arnardóttir og Berglind Ásgeirsdóttir.
15.30-15.45 Taktu þátt - sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir pólska karlmenn,
Joanna Ewa Dominiczak.
15.45-16.00 Yrkja. Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags.
16.00-16.15 Stuðningur frá grasrótinni, Velferðarsjóður á Suðurnesjum,
Hjördís Kristinsdóttir.
16.15-16.25 Andrea Sif Jónsdóttir Hauth flytur erindi.
16.25-17.00 Ráðstefnulok og veitingar frá Mömmueldhúsi.
Fundarstjóri er Edda Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona.
Myndasýningin er eftir Sigurbjörgu Öldu Guðmundsdóttur.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.