Fánadagur heimsmarkmiðanna

Í dag er fánadagur heimsmarkmiðanna og er hann haldinn í annað skiptið á Íslandi. Fánadagurinn hefur stækkað ár frá ári og eru þátttakendurnir hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga um allan heim. Reykjanesbær tekur þátt í annað sinn í ár og flaggar fána heimsmarkmiðanna til þess að vekja athygli á málefninu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt fyrir níu árum og er markmið þeirra að skapa betri heim meðal annars með því að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi þess að við tökum öll þátt í því að vinna að þessum markmiðum.

Reykjanesbær tengdi heimsmarkmiðin við stefnu sína árið 2019 og hefur síðan þá unnið markvisst að innleiðingu þeirra. Í byrjun september var stórt skref stigið í þessari vegferð þegar skólasamfélagið á Suðurnesjum tók höndum saman um samstarf við heimsmarkmiðin með innleiðingu UNESCO skóla hér á svæðinu.

Við hvetjum íbúa alla til þess að kynna sér heimsmarkmiðin á vefsíðu þeirra hér og taka þátt í vegferðinni að sjálfbæru samfélagi með okkur. Einnig hvetjum við alla til þess að vekja athygli á málefninu á samfélagsmiðlum og nota til þess myllumerkið #TogetherforTheSDGs