Ferðafélag Íslands verður með lýðheilsuátak á Suðurnesjum eftir áramót. Ljósmynd: FÍ
Ferðafélag Íslands verður með lýðheilsuátak á Suðurnesjum eftir áramót. Kynningarfundur verður í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú þann 2. janúar kl. 17:30. Kynningafundur verður einnig haldinn í Salthúsinu í Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16:00.
Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Íslands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu.
Á kynningarfundunum munu aðstandendur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina. Göngurnar eru flestar léttar og lagt er upp með að njóta fremur en þjóta.
Farið verður á 15 fjöll, langflest á Suðurnesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmannaeyjum hvar gist verður eina nótt.
Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík. Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum. Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns.
Dagskrá
- Sunnudagur 12. janúar: Þorbjörn
- Sunnudagur 26. janúar: Hagafell, Sýlingsfell
- Miðvikudagur 5. febrúar: Dans í sal FÍ kl. 18
- Laugardagur 8. febrúar: Geitahlíð, Stóra-Eldborg
- Miðvikudagur 12. febrúar: Dans í sal FÍ kl. 18
- Miðvikudagur 19. febrúar: Dans í sal FÍ kl. 18
- Laugardagur 22. febrúar: Sveifluháls, Hattur og Hetta
- Miðvikudagur 26. febrúar: Dans í sal FÍ kl. 18
- Miðvikudagur 4. mars: Sjósund í Nauthólsvík kl. 18.
- Laugardagur 7. mars: Fiskidalsfjall/Húsafell
- Miðvikudagur 11. mars: Sjósund í Nauthólsvík kl. 18
- Laugardagur 14. mars: Stóra-Kóngsfell. Broddaganga
- Miðvikudagur 18. mars: Sjósund í Nauthólsvík kl. 18
- Sunnudagur 22. mars: Keilir.
- Miðvikudagur 25. mars: Sjósund í Nauthólsvík kl. 18
- Laugardagur 4. apríl: Stóri Hrútur
- Sunnudagur 26 apríl: Hengill. Kýrdalshryggur. (Sameiginleg ganga)
- Sunnudagur 3. maí: Móskarðahnúkar. (Sameiginleg ganga)
- Laugardagur 9. maí: Snæfellsjökull. (Ekki innifalinn í verði)
- Laugardagur 6. maí og sunnudagur 7. maí: Vestmannaeyjar. Heimaklettur, Eldfell kl. 07:00. (Gisting ekki innifalin, né ferja)
- Laugardagur 30. maí: Ok kl. 07:00