Base Hotel á Ásbrú er eitt nýrra gististaða á Ásbrú.
Samtals 101.185 gistinætur voru seldar á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins. Það eru 66,8% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Morgunblaðið birti frétt um málið í dag og sótti tölur á vef Hagstofu Íslands.
Stærsti hluti þeirra sem panta gistingu á Suðurnesjum eru útlendingar eða 87,5%. Fjöldi seldra gistinátta frá janúar til maí er litlu minni en allt árið 2014 þannig að aukningin er mikil á undanförnum árum. Hún skýrist þó ekki einvörðungu af fjölgun ferðamanna heldur ekki síður fjölgunar gististaða á svæðinu. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar frá sýslumannsembættinu á Suðurnesjum að nú séu í gildi 111 gistileyfi, þarf af sjö á Ásbrú.
