Útboð | Flóðlýsing á gervigrasvöll

Íþróttasvæðið
Íþróttasvæðið

Reykjanesbær - Gervigrasvöllur - Flóðlýsing

Númer 2020 10 03
Útboðsaðili Reykjanesbær
Tegund Framkvæmd, Vörukaup
Útboðsgögn afhent 22.10.2020 kl. 10:05
Skilafrestur 17.11.2020 kl. 10:59
Opnun tilboða 17.11.2020 kl. 11:00

 

Útboð

Reykjanesbær - Umhverfissvið óskar hér með tilboðum í flóðlýsingu á nýja gervigrasvöllinn í Reykjanesbæ.
Verkið er fólgið í útvegun og uppsetningu á fjórum 27 m háum ljósamöstrum með ljósum, festiplötum og undirstöðum fyrir möstur,  við  nýjan æfingavöll vestan Reykjaneshallar í Reykjanesbæ. Verktaki skal hanna möstur, lýsingu og undirstöður og skila inn útreikningum sem sýna að kröfur KSI og FIFA séu uppfylltar fyrir keppnisvelli utanhúss. Annar verktaki á vegum verkkaupa sér um jarðvinnu undir undirstöður og skilar klárum fyrir uppslátt og steypu þeirra. Lokið er við að leggja ídráttarrör að stæði undirstaða ljósamastra.

.
Annar verktaki á vegum verkkaupa sér um jarðvinnu undir undirstöður og skilar klárum fyrir uppslátt og steypu þeirra. Lokið er við að leggja ídráttarrör að stæði undirstaða ljósamastra.

Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á innkaupastjori@reykjanesbaer.is frá og með 22. október. Vinsamlega tilgreinið nafn fyrirtækis, umsjónaraðila, tölvupóstfang og símanúmer hans.

Yfirlit um helstu atriði útboðs

  • Auglýsing útboðs 22. október 2020.
  • Fyrirspurnatíma lýkur 6. nóvember 2020.
  • Svarfrestur rennur út 12. nóvember 2020.
  • Tilboðsfrestur 17. nóvember 2020, klukkan 10:59.
  • Opnun tilboða 17. nóvember 2020, klukkan 11:00.
  • Mat tilboða 17. nóvember - 18. nóvember 2020.
  • Tilkynning um val tilboðs 24. nóvember 2020.
  • Undirritun verksamnings í viku 48.
  • Upphaf samningstíma við töku tilboðs.
  • Lok framkvæmdatíma 31. maí 2021.
  • Verktrygging 10% af tilboðsupphæð

Vakin er athygli á því að þetta er rafrænt útboð og því verður ekki um formlegan opnunarfund að ræða. Á opnunardegi fá allir þeir sem sendu inn tilboð opnunarfundargerð þar sem fram koma nöfn tilboðsgjafa, upphæð hvers tilboðs og kostnaðaráætlun. 

Senda skal útfyllt  tilboð samkvæmt útboðsgögnum á netfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is fyrir klukkan 10:59, 17. nóvember 2020.