Frá mold til matar

Uppskera
Uppskera

Garðyrkjudeild Íslands, Suðurnesjadeild stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri þriðjudaginn 9. júní.  Þá mun Guðríður Helgadóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands vera með gagnlegan og fræðandi fyrirlestur um matjurtaræktun. Þetta er einstakt tækifæri til að læra rétt handtök við heimaræktun frá fagmanni. Því hvetjum við sérstaklega þá sem vilja fara rækta en finnst að þeim vanti upplýsingar og þekkingu til að byrja. Matjurtaverkefnið er fyrsti viðburðurinn í námskeiðasyrpu sem er samvinnuverkefni við Umhverfisstofnun.

 

Tímasetning: Þriðjudaginn 9. júní kl. 20:00
Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnubraut 34
Viðburðarhaldari: Garðyrkjudeild Íslands, Suðurnesjadeild