Anna Sofia deildarstjóri í leikskólanum Holti er stödd í Róm á ráðstefnu um rafrænt skólasamstarf í boði Erasmus+. Á ráðstefnunni verður nýjum aðferðum deilt og nýir kennsluhættir kannaðir á vinnustofum og kynningum. Einnig verður framúrskarandi eTwinning samstarfsverkefnum gert hátt undir höfði, þar á meðal verkefni sem Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ, tekur þátt í. Þetta er mikil viðurkenning fyrir það frábæra leikskólastarf sem unnið er í bæjarfélaginu. Í lokin verður kastljósinu beint að því hvernig eTwinning eykur færni nemenda og kennara. Hér er hægt að lesa meira um ráðstefnuna http://www.erasmusplus.is/um/frettir/nr/2934
Hér er hægt að skoða verkefnið https://ourtalkingpictures.wordpress.com/