Blái herinn og skrifstofufólk Evrópusambandsins, sendiráðsfólki frá Póllandi, Svíþjóð og Frakklandi ásamt sjálfboðaliðum frá SEEDS
Blái herinn ásamt starfsmönnum frá skrifstofu Evrópusambandsins, sendiráðsfólki frá Póllandi, Svíþjóð og Frakklandi ásamt sjálfboðaliðum SEEDS í fjöruna norðan við Merkines í Höfnum, þar sem hin söngelsku systkin Ellý og Vilhjálmur ólust upp.
Hópurinn var harðduglegur og hreinsaði upp 400 kg af rusli. Það eru mikil verðmæti falin í svona hópverkefnum þar sem unnið er að hreinsun strandlengjunnar og færir okkur nær því að eiga hreinustu fjörur landsins.
Við hrósum Bláa hernum og samstarfsfólk fyrir frábært framtak.