Í maí sl. þá fékk Reykjanesbær afhent grill sem var hlaðið undir leiðsögn Hjalta Brynjarssonar í Landnámsdýragarðinum. Verkefnið var samstarfsverkefni Miðstöðvar símenntunar á og Vinnumálastofnunar. Í hópnum voru ellefu manns á aldrinum 20-55 ára. Fyrsta vikan hjá hópnum fór í skapandi hugsun og sjálfseflingu þar sem ákveðið var verkefni sem hópurinn gæti unnið á námskeiðinu í samvinnu við bæjaryfirvöld. Í annarri viku fór hópurinn í stafagöngu og slökun hjá Húsinu Okkar og síðasta vikan fór í að hlaða grillið sem áður er nefnt. Grillið er ætlað almenningi til notkunar í Landnámsdýragarðinum og þakkar Reykjanesbær fyrir gjöfina.