Tilkynning vegna grunn-, leik- og tónlistarskóla

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Grunnskólar

Miðvikudaginn 18. nóvember er grunnskólastarfið með eftirfarandi hætti. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi.

Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum:

  • Nemendur í 1.–7. bekk fá eins hefðbundið skólastarf eins og unnt er. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 nemendur í 5. – 7. bekk.
  • Frístundaheimilin verða opin til kl. 15:30 og í boði fyrir eins marga nemendur og aðstæður leyfa í hverjum skóla. En samkvæmt reglugerð skal halda sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa.
  • Engar kröfur eru hins vegar gerðar á útisvæðum sem hindra blöndun hópa, fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir eða grímunotkun.
  • Nemendur í 8. - 10. bekk fá kennslu á hverjum degi í skólanum en þeim er skipt upp í tvo hópa vegna nálægðartakmarkana. En samkvæmt reglugerð gildir 2 metra nálægðartakmörkun um nemendur í 8. - 10. bekk og ef víkja þarf frá henni ber nemendum að nota grímu. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 8.–10. bekk í hverju rými.
  • Heitar skólamáltíðir afgreiddar til allra nemenda. En samkvæmt reglugerð hafa mötuneyti heimild að starfa samkvæmt gildandi ákvæðum um fjöldatakmarkanir og nálægðartakmarkanir.
  • Íþrótta- og sundkennsla er núna heimil
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.–10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðar­tak­mörkun, svo sem í verklegri kennslu og listakennslu, skulu kennarar og nemendur í 8.–10. bekk nota andlitsgrímu.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.

Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.

Leikskólar

Leikskólar – skipulag frá 18. nóvember
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tók gildi 18. nóvember. Áfram er sett það markmið að sem minnst röskun verði á starfi leikskóla.

Eftirfarandi eru helstu atriði sem hafa þarf í huga í leikskólastarfinu:

  • Ekki skulu vera fleiri en 50 leikskólabörn í hverju rými.
  • Leikskólabörn eru undanþegin 2 metra nálægðartakmörkun.
  • Ákvæði um blöndun hópa, grímuskyldu og nálægðartakmörkun gilda ekki á útisvæðum leikskóla.
  • Ekki skulu vera fleiri en 10 fullorðnir einstaklingar í hverju rými.
  • Starfsfólk skal halda 2 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og sé það ekki hægt skal starfsfólk nota andlitsgrímur.
  • Starfsfólki ber ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við leikskólabörn.
  • Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er nú heimilt, þó að hámarki 50 börn saman.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til.
  • Foreldrar þurfa að bera andlitsgrímu þegar þeir koma með börnin á morgnana og sækja síðdegis.
  • Foreldrar eru beðnir um að lágmarka viðverðu og stoppa ekki í fataklefa.
  • Haldið er áfram að skila börnum á útisvæði, ýmist öllum hópnum eða hluta hans.
  • Foreldrar eru beðnir um að halda börnum sínum heima ef þau eru með flensulík einkenni.

Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við kennara í gegnum síma eða samskiptaforritið Karellen til að ræða hagi og líðan barna sinna. Einnig má benda foreldrum á að snúa sér til stjórnenda leikskólans hafi þeir spurningar varðandi útfærslu reglugerðarinnar í leikskólastarfinu.

Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum öll í sama liði og ef allir leggjast á eitt næst árangur.

Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er heimilt, þó að hámarki 50 börn saman. Ekki þarf að halda sömu hólfaskiptingu og er í leikskólastarfi.

Tónlistarskóli 

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tók gildi 18. nóvember. Miðað við hana þá verður engin breyting á starfsemi Tónlistarskólans

  • Einkatímar eru á sínum stað, bæði innan grunnskólanna og í Tónlistarskólanum.
  • 2 metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
  • Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
  • Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf og allt tónleikahald liggur niðri enn um sinn.
  • Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
  • Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.

Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!