Allir keppendur samankomnir á sviðinu þegar verðlaunaafhendingin fór fram
Hæfileikakeppni SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) og Söngvakeppni Kragans fóru fram í Hljómahöll síðastliðinn föstudag. Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og var þetta í sjöunda skipti sem þessi viðburður fer fram og um 200 áhorfendur mættu á keppnina.
Í keppninni voru 11 atriði frá 7 félagsmiðstöðvum, Elítunni, Fjörheimum, Garðalundi, Klakanum, Selinu, Skýjaborg og Þrumunni. Af 11 atriðum voru 9 söngatriði og 2 dansatriði.
Lóa Kolbrá Friðriksdóttir úr Elítunni bar sigur úr býtum með laginu All I Could Do Was Cry eftir Ettu James. Matthildur Emma Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Bergmann Magnúsdóttir úr Fjörheimum höfnuðu í öðru sæti með dansatriði sínu og
Sesselja Ósk Stefánsdóttir úr Fjörheimum hafnaði í þriðja sæti með laginu If I Ain't Got You eftir Alicu Keys.
Einnig komust samtals fjögur atriði áfram í Söngvakeppni Samfés, Lóa úr Elítunni, Þórdís úr Garðalundi, Harriet og Ásrún úr Klakanum og Sesselja úr Fjörheimum.
Ljóst er að við eigum mikið af hæfileikaríku ungi fólki sem á framtíðina fyrir sér í leik og starfi.
Kynnir kvöldins var Sigurður Smári Hansson. Rapparinn Viktor Örn Hjálmarsson (Vikki Króna) úr Þrumunni tróð upp í dómarahléi og Dj Garðar og Herra Hnetusmjör lokuðu síðan keppninni með hörku balli.
Dómnefnd kvöldsins samanstóð af úrvalsfólki en í dómnefndinni voru Brynja Ýr Júlíusdóttir, Hlynur Þór Valsson, Melkorka Ýr Magnúsdóttir, Perla Sóley Arinbjörnsdóttir og Sigfríð Rut Gyrðisdóttir. Eru þeim færðar þakkir fyrir sitt framlag.
Sérstakar þakkir fær Menningarsjóður Suðurnesja fyrir veittan styrk til keppninnar.
Matthildur Emma Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Bergmann Magnúsdóttir úr Fjörheimum höfnuðu í öðru sæti
Sesselja Ósk Stefánsdóttir úr Fjörheimum hafnaði í þriðja sæti
Ólafur Bergur og Anton Freyr, starfsmenn Fjörheima á sviði
Matthildur Emma Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Bergmann Magnúsdóttir á sviðinu með dansatriði sitt