Handverkssýning eldri borgara opnuð 22. apríl

Handverkssýning eldri borgara verður opnuð á Nesvöllum föstudaginn 22. apríl af Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra. Sýningin stendur til kl. 16:00 á opnunardaginn og Eldeyjarkórinn kemur fram við opnun.

Eldri borgurum býst að sækja handverksnámskeið af ýmsu tagi innan félagsstarfs eldri borgar á Nesvöllum. Handverkssýningin er afrakstur vinnu þeirra sem sótt hafa námskeiðin.

Handverkssýningin stendur til föstudagsins 29. apríl og verður boðið upp á skemmtidagskrá alla daga kl. 14:00. Kaffihúsið verður opið á meðan á sýningu stendur.

Dagskrá handverkssýningar er eftirfarandi:

Föstudagur 22. apríl

Sýningin opnar kl. 14:00. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri opnar sýninguna.

Eldeyjarkórinn kemur fram.

Sýningin opin kl. 14:00-16:00.

 

Mánudagur 25. apríl

Kl. 14:00 Dúettinn Heiður skemmtir.

Sýningin opin kl. 08:00-17:00.

 

Þriðjudagur 26. apríl

Kl. 14:00 Hrafnistukórinn kemur fram.

Sýningin opin kl. 08:00-17:00.

 

Miðvikudagur 27. apríl

Kl. 14:00 Félag harmonikkuunnenda skemmtir.

Sýningin opin kl. 08:00-17:00.

 

Fimmtudagur 28. apríl

Kl. 14:00 Hjördís Geirs og félagar koma fram.

Sýningin opin kl. 08:00-17:00.

 

Föstudagur 29. apríl

Kl. 14:00 Hobbitarnir skemmta.

Sýningin opin kl. 08:00-16:00.

 

Allir hjartanlega velkomnir.