Nemendur í á miðstigi í Heiðarskóla unnu að nýsköpun á Hugvitsdegi sem haldin var 6. – 8. apríl. Fulltrúi frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna kom og heimsótti nemendur og fór yfir með þeim hvað nýsköpun er, leiðina frá hugmynd að veruleika og var með kveikju sem fékk nemendur til að fara á flug með ýmis verkefni.
Umsjónakennarar nemenda unnu svo áfram með þeim að verkefninu. Eftir Hugvitsdag hélt vinnan áfram og vinna þróuð áfram á næsta skref. Þær hugmyndir sem voru komnar að lokastigi voru svo sendar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Tveir nemendur í 7. KSK þær Elín Sóley Finnsdóttir og Erla Ingimundardóttir komust áfram í úrslitakeppnina með hugmynd sína „Local Iceland“ sem er app fyrir ferðamenn um áhugaverða staði á Íslandi.
Fyrst tóku þær þátt í vinnusmiðju í tvo daga þar sem þær aðstoð fagfólks frá Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur með að útfæra hugmynd sína nánar, að auki fengu allir keppendur kennslu og leiðsögn í ræðumennsku frá JCI.
Laugardaginn 21. maí var svo hátíðin sjálf og úrslit kynnt. Tæplega 600 hugmyndir bárust í keppnina og af þeim voru 25 verkefni valin á vinnustofu. Það er því frábær árangur sem þær stöllur náðu að komast í úrslit. Nemendur 6 verkefna voru svo valdir úr hópnum til að flytja sína ræðu eftir góðan árangur í ræðumennskunni og voru Erla og Elín Sóley valdar í þann hóp og fluttu ræðu um verkefni sitt fyrir framan fullan sal af fólki.
Frábær árangur hjá þeim stöllum og óskum við þeim innilega til hamingju.