Hluti Mazowsze þjóðlagahópsins.
Hinn frægi pólski þjóðlagahópur Mazowsze heldur tónleika í Stapa Hljómahöll miðvikudaginn 18. desember kl. 20:00. Á efnisskrá eru jólalög og jólasálmar. Tónleikarnir eru í boði Reykjanesbæjar og pólska sendiráðsins á Íslandi.
Mazowsze hópurinn hefur starfað frá árinu 1948 við mjög góðan orðstír. Það þykir heiður að komast á tónleika hópsins, sem ferðast um allan heim. Ókeypis er á tónleika Mazowsze svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja tryggja sér aðgang að tónleikunum geta nálgast útprentaða miða í móttöku Hljómahallar að Hjallavegi 2. Afhending miðanna hefst kl. 13:00 16. desember. Send verður út tilkynning ef og þegar miðarnir klárast. Athugið að fjórir miðar á mann er hámark.
Þjóðlagahópurinn kemur fram í hinni heimsþekktu mynd Cold War eftir Paweł Pawlikowski. Hér má horfa á horfa á kynningarmyndband Cold War
Hér má sjá upptöku af Mazowsze þjóðlagahópnum á YouTube