Nýsköpun í opinberri þjónustu.
Framtíðarsýn í skólamálum, sem byggir á framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2010-2015 hefur hlotið nýsköpunarviðurkenningu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Að viðurkenningunni standa Samband íslenskra sveitarfélaga, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Í rökstuðningi valnefndar segir m.a.: Verkefnið er unnið af miklum metnaði og leggur nýjar áherslur í menntun barna á fyrstu skólastigum með sameiginlegri framtíðarsýn sveitarfélaganna. Lögð er áhersla á að efla þekkingu nemenda í grunngreinum þ.e. læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum, virka skimun og eftirfylgni , samstarf við heimilin og nýtingu og sköpun nýrrar þekkingar. Þetta verkefni er eftirtektarvert, það hefur mikið almannagildi og felur í sér nýsköpun á sviði fræðslumála sem hefur þegar skilað mælanlegum árangri á skömmum tíma.
Með því að smella á þennan tengil opnast YouTube myndband með framtíðarsýn Reykjanesbæjar