Þátttakendur í lýðheilsuherferðinni Now We Move
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópsku lýðheilsuherferðinni Now We Move. Verkefninu var hrint af stað með því markmiði að fá hundrað milljón fleiri Evrópubúar til þess
að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (e. WHO) ráðleggur minnst 60 mínútna fjölbreytta hreyfingu á dag fyrir börn og 30 mínútur á dag fyrir fullorðna einstaklinga. Hreyfing er nauðsynlegur hluti af þroska og vexti og viðheldur andlegri -og líkamlegri heilsu. Ávinningur hreyfingar er margþættur og fjölmargar rannsóknir benda til jákvæðra tengsla milli líkamlegrar hreyfingar og aukinnar andlegrar vellíðanar, óháð aldri, kyni og heilsufari. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að fjölbreytt hreyfing hafi jákvæð áhrif á námsárangur og einbeitingu barna. Þegar við hreyfum okkur losnar meðal annars taugaboðefnin dópamín, serótónín og noradrenalín. Losun boðefnanna hafa jákvæð áhrif á andlega líðan og rannsóknir benda til þess að þau dragi meðal annars úr þunglyndiseinkennum.
Hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr hættu á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum á borð við hjartasjúkdóma, áunninna sykursýki og offitu. Við hjá Reykjanesbæ höfum sett okkur það markmið að allir íbúa geti fundið sér hreyfingu við hæfi sem er hvetjandi að stunda og eykur vellíðan.
Hreyfikveðjur,
Guðrún Magnúsdóttir.
Lýðheilsufræðingur